Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 12
134 L Æ K N A B L A Ð I Ð ekki síður hitt, að' plássvand- ræðin leyfa ekki mikla biö. Svo var og lengi vel um maga- sjúklingana. Þeir komu margir vel rannsakaðir til okkar, þaö var engin þörf á biö vegna sjúk- dómsgreiningarinnar. Við fór- um, held ég, of seint að hugsa um hvers konar sjúklingar þetta voru, sem þarna átti aö leggja í stóra aögerö. Margir þeirra hafa jafnvel árum sam- an, lifað á glundri. Ekki svo aö skilja, að þeir hafi ekki fengið nógan mat, þeir eru margir 1 góðum holdum og sumir alltof feitir til þess aö auðvelt sé aö gera á þeim aögerðina. En þetta er kraftlaus fæða, sem þeir hafa fengið og oft vitamín- snauð. Nú höfum við þá alltaf minnst viku í spítalanum, til undirbúnings. Á þessum tíma fá þeir bæði B og C vitamín í stórum skömmtum, en auk þess mikla vökvun, vatn með glucosu svo lifur þeirra geti hlaðizt af glycogeni. Þetta held ég að sé mjög mikilsvert, ekki sízt eftir að ég missti sjúkling fyrir nokkrum árum eftir maga-resection og engin sýni- leg orsök fannst til dauðans önnur en mjög lítil lifur, sem undarlegt þótti að hefði getað nægt svo stórum manni fram yfir miðjan aldur. Sé anæmia að nokkru ráði, er reynt að bæta úr henni með blóðgjöf- um. Og ef stenosis er í magan- um, er þörf á að skola magann daglega og tæma, svo hann geti náð sæmilega góðum tonus. Hvað sjálfa aðgerðina snert- ir, þá er fyrst að minnast á svæfinguna eða deyfingu. Enn höfum við ekki fengið neina sérfræðinga í svæfingum og höfum því farið á mis við þá mikilsverðu aðstoð, sem þeir geta veitt. Flestallir okkar sjúklingar hafa fengið anaes- tesia spinalis, stundum að við- bættum lítilsháttar aether á opna grímu og höfum við verið sæmilega vel ánægðir með þá deyfingu. Um sjálfa aðgerðina er frem- ur fátt að segja. Við tökum eins mikið af maganum og við getum með tiltölulega hægu móti, venjulega munum við taka um % til % hluta magans og held ég, að það hafi í flestum tilfellum reynzt nóg. Oftast höfum við gert anastomosis re- trocolica a. m. Polya, skeytt við allt magaopið eða mestallt, eft- ir því sem á stendur. Aftari sauma leggjum við oftast með töngum á maga og görn, ein- stöku sinnum alveg tangalaust, en við tökum tengurnar alltaf af áður en fremri saumar eru lagðir, til þess að geta athug- að blæðingar. Báða saumana leggjum viö sem continua, innri sauminn með catgut á atraumatiskri nál, serosa- sauminn með silki. Síðan er maginn dreginn niður úr rif- unni í mesocolon og festur við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.