Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18
140 LÆKNABLAÐIÐ leghálsinum hefir lengi verið mikil ráðgáta, og langt er síðan læknar komust að þeirri niður- stöðu, að það er ýmist hagslætt eða óhagstætt sáðkornunum. Undanfarna tvo áratugi hefir tekizl að sanna cykliskar breyt- ingar á þéttleika og magni slímsins, í samræmi við folli- culin-framleiðslu líkamans. Þegar egglosið fer fram er slím- ið ekki eins seigt, heldur eykst það, verðir þunnt og silfurtært, og má þá „spinna“ það langt út, ef tekið er í það með töng. Þetta hefir mikla þýðingu fyrir hreyfingar sáðkornanna og auðveldar þeim ferðalagið upp eftir leginu. Ef þessi rannsókn ætti að gela orðið að gagni fyr- ir konuna, yrði hún að koma daglega til skoðunar á lækn- ingastofu á þessu tímabili, en það kostar mikla fyrirhöfn og ónæði og þess vegna ekki raun- verulega framkvæmanlegt. Þriðja aðferðin er sú að taka parl úr slímhúð legsins og skoða í smásjá, Það þarf ekki að gera nema einu sinni í mán- uðu, því nú þekkjast svo auð- veldlega þær breytingar, sem verða á slímhúð legsins vegna starfsemi folliculins og proge- stercns. Með lítilli sköfu eru teknir smáspænir úr slímhúð legsins og þeir síðan settir í vefjarrannsókn. Oftast er val- inn tíminn 2 til 3 dögum fyrir tíðir eða nokkrum klukku- stundum eftir að tíðir eru byrj- aðar. Ef nú egglos hefir farið fram, sjást hinar sérkennilegu ,sekretorisku‘ breytingar í slím- húðinni, en sé svo ekki þá sjást bara ,proliferativar breytingar1 sem benda á anovulerar tíðir. Á þessari rannsókn eru tveir ann- markar: 1) hvaða breytingar sem finnast, þá eru þær bundn- ar því tímabili sem yfir stendur og sanna ekki hvort egglos verði á næsta tímabili. 2) Það er gert of löngu eftir egglosið til þess að hafa hagkvæma þýð- ingu fyrir viðkomandi egg Hins vegar sannar þó ein rann- sókn hvort egglos eigi sér stað hjá konunni, og þar með eðli- leg starfsemi eggjakerfanna í flestum tilfellum. Sé „spónn- inn“ tekinn eftir að tíðir eru byrjaðar, þá er hægt að kom- ast hjá því að eyðileggja egg, sem ef til vill þegar er orðið frjóvgað. Fjórða aðferðin er að fá línu- rit af líkamshita konunnar. Kunnugt er að sveiflur líkams- hitans eru eðlilegar bæði í ung- um og gömlum, og er líkams- hitinn mælikvarði á eðlilega starfsemi líkamans. Andleg og líkamleg áreynsla veldur breyt- ingum á hitanum, eins er um mellingarstarfsemina og ýms ulanaðkomandi áhrif. Við hvíld og svefn lækkar hitinn í heil- brigöu fólki er hitinn heldur hærri á daginn og lækkar á nóttinni. Á heilbrigðum karl- manni er hitaritið eins dag eft-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.