Læknablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 16
138
LÆKNABLAÐIÐ
til athugunar lues, ýmsar en-
docrin truflanir eöa vitamin-
skortur, — og loksins nýjasta
skýringin í þessum efnum, ó-
samræmi blóðflokkanna, hinn
svonefndi Rh-flokkur, sem enn-
þá hefir ekki verið ráðið fram
úr svo að gagni komi, nema í
fáum tilfellum. Mörg tilfelli af
sekunder ófrjósemi eiga rót
sína að rekja til framkallaðra
fóslurláta, og bólgu eftir barns-
farir. Einkum er það oft, að
framkölluðu fósturlálin leiða
til lokunar á eggvegunum og
skemmda á eggjastokkunum.
Þegar til þess kemur að
finna hvar skemmdin situr,
sem veldur ófrjóseminni, er
stundum erfitt að greina það
nákvæmlega. Stundum verða
konur barnshafandi þótt þær
hafi krabbamein 1 leghálsi,
lekanda í leghálsi og jafnalvar-
legan efnaskiptasjúkdóm og
sykursýki. Það er þó sannað
mál, að þeirra frjósemi er
minni og þeim er hætt við að
fæða andvana börn.
Rannsókn á ófrjósemi er nú
orðin mjög miklu fullkomnari
en hún var fyrir 30 til 40 árum
síðan, þegar ekki var fram-
kvæmd nema innri skoðun á
konunni, og þar með kveðinn
upp úrslitadómur yfir henni og
karlmaðurinn ekkert athugað-
ur. Oft fór svo, að kona, sem
sagt var að ekkert væri að,
varð aldrei barnshafandi, en
hin, sem talið var að ekki gæti
orðið barnshafandi, varð það
sér til mikillar furðu og ánægju
eins fljótt og ástæður stóðu til
þess. Þótl miklar framfarir hafi
orðið á þessu sviði, eru þar
ennþá mörg óleyst verkefni, en
orsakirnar eru þó miklu kunn-
ari en áður var.
Fyrstu verulegu framfarirnar
urðu þegar farið var að athuga
báða aðila, því um þriðjungur
af barnlausum hjónaböndum
er karlmanninum að kenna.
Ein af fyrstu rannsóknunum 1
þessu efni er hin svonefnda
Hiihners prófun (postcoital
test). Huhner birti rannsókn
sína á þessu á fyrsta tug þess-
arar aldar, og var hún byggð á
uppástungu Marion Sims, frá
síðastliðinni öld, um að leita
sæðisins í kynfærum kven-
mannsins og komast þannig
að raun um getnaðar hæfi-
leika karlmannsins. Rannsókn-
in er framkvæmd á þann máta,
að 2 til 4 klst. eftii' samfarir er
sogið með glerröri slím úr leg-
hálsinum og það síðan skoðað
í smásjá án þess að lita það.
Með þessu móti sést ekki ein-
ungis hve mikið er af sæðis-
kornum, heldur og líka hve
mikið þau hreyfa sig. Þessa
rannsókn er mjög einfalt að
gera og getur hver sá læknir,
sem hefir smásjá, framkvæmt
hana á viötalsstofunni., Næst
var farið að athuga þær sveifl-
ur sem eiga sér stað með reglu-
legu millibili í kynfærum kven-