Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 36. árg. Reykjavík 1951 1.—2. tbl. -— MJOBAKSVERKIJR. éJftir J3jarna Jlóniion. Erindi flutt í Eir 9. 3. '51. Ég kalla þetta erindiskorn mjóbaksverk. Á ég þá við það, sem enski heimnrinn kallar low back pain. Það er að vísu ekki rétt þýðing, þvi verkirnir eru neðar en í mjóbaki, en ég man ekki eftir heppilegra orði. Það hefir verið mikið talað og ritað um þessa verki í Ameríku, en það ég veit til hefir þeim verið miklu minni gaumur gefinn i Evrópu. Þetta er þó engan veg ómerkilegur hlutur og verkir í mjóbaki neðantil æði algengir. Geta þeir verið af ýmsum toga spunnir og verið ýmist bundn- ir við bakið sjálft, eða lagl nið- ur í lendar og læri og raunar niður í fót. Sumir iscliiasverkir eru þann veg, að ekki verður greint hvort er verra verkurinn í ganglimnum eða.bakinu. Ekki er óalgengt að verki frá þvag- færum leggi aftur í bak og eins frá grindarliffærum kvenna og margar aðrar orsakir eru til, en ég ætla aðeins að minnast hér á þá verki, sem eiga upptök sín neðst í mjóbaki á mótum lenda- og spj aldhryggj ar. Það mæðir mikið á þessum hluta hryggjarins. Allur þungi á bol og efri útlimum hvílir á honum, svo og það sem menn bera eða lvfta. Spjaldhryggur- inn er eitt bein og svo fast bundinn við mjaðmarbeinin að þar er um mjög litla hreyfingu að ræða. Neðsti lendaliðurinn er þvi raunverulega siðasti hryggjarliðurinn, sem lireyfist og allar fettur og brettur liúks- ins mæða á þessum liðamótum. Hér mætast tvær beygjur á hryggnum, frambeygja á lendaliðum og afturbeygja á spjaldhrygg og Iiallast efri flöt- ur spjaldhryggjar svo að neðsti lendaliður myndi renna fram af honum ef ekkert héldi við. Hallinn á efri fletinum myndar að meðaltali 42° horn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.