Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 28
18 L Æ K N A B L A Ð I Ð hvernig mörgum hinna næmu sjúkdóma liefir smám saman verið útrýmt, en uppi vaða eft- ir sem áður gigtar-, tauga-, maga- og geðsjúkdómar og sjúkdómar i blóðrásarkerfi, og nógu margir eru öryrkjarnir. Höfum við efni á að van- rækja skólaeftirlitið, og' láta þau tæjkifæri, sem þar gefast til heilsuverndar ónotuð, eða lítt notuð? Ég' held ekki. Þvert á móti þarf að reka skólaeftir- litið á sem breiðustum grund- velli, og láta það ná til allra skólanemenda, eldri sem yngri, svo lengi sem til þeirra næst, með viðráðanlegu móti. Þá vaknar sú spurning, livernig skólaeftirlitið hafi verið rekið hér lijá oss, hvern- ig það er rekið, og hvernig aðr- ar þjóðir taka á þessum mál- um, og hvað við getum af öllu þessu lært. Lög og reglur um skóla- lækningar. Fvrsta auglýsingin um skóla- eftirlit var útgefin 1916 af þáv. landlækni Guðm. Björnssyni. Var þar aðallega lögð áherzla á húsakvnni í alþýðuskólum fyrir börn og unglinga, með tilliti til húsrýmis og þrifnað- ar. Er hér fyrst reynt að stemma stigu fyrir berklaveiki í skólum með þvi að leita uppi berklaveik hörn og kennara, og forða skólunum frá þeirri hættu er af þeim stafaði. (1). Næsta auglýsingin um skóla- skoðanir var útgefin af Guð- mundi Hannessyni próf., þá- verandi settum landlækni. Það var árið 1921. (2). Þar voru ítrekuð fyrirmæli fyrri auglýsingar, og um leið hvatt til almennrar skoðunar og vísað til leiðbeininga um það efni eftir G. H. i Lækna- blaðinu 1917. (3). Mér vitanlega eru þetta þær einu reglugerðir og leiðbein- ingar, sem til eru hér á landi um skólaskoðanir, og eru þær nú orðnar vel þrítugar að aldri, og hefir viðhorfið tekið mikl- um breytingum á þeim tima. Með fræðslulögunum 1936 (4) eru svo fyrirmæli um heil- hrigðiseftirlit í skólum tekin upp i lög, og ætlazt til að fræðslumálastjórnin gefi út reglugerð þar um í samráði við heilbrigðisstjórnina, en ekki hólar á henni enn. í lög- hók er vísað til slíkrar reglu- gerðar frá 1944, en hún fjallar aðeins um undanþáguskilyrði nemenda frá námi. í berklavarnarlögunum frá 1939 (5), var berklavarnarþátt- ur skólaeftirlitsins lögfestur, en þá höfðu herklavárnirnar i skólum verið aðalþáttur eftir- litsins í rúm 20 ár. Loks eru svo sett ný fræðslu- lög 1946. (6). Fer þar fram ger- bylting á fræðslukerfinu, og lengiug skólaskyldunnar um 1—2 ár.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.