Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 42
32 LÆKNABLAÐIÐ Jóh. Sæmundsson: Hydergin- meðferð á æðasjúkdómum. Er- indi próf. Thoroddsen var birt í Læknabl. Marz-fundur 1951. Kristhjörn Tryggvason talaði um aceton- æmisk uppköst í hörnum, og Eggert Steinþórsson um pro- stata-sjúkdóma, sem valda þvag-teppu. Bæði þessi erindi eru væntanleg í Læknahl. Nokkrar umræður urðu um efni sumra erindanna, en auk Jiess voru tekin fyrir á fundun- um ýmis mál, svo sem húsbygg- ingamál L.R. og var á nóv.- fundinum 1950 kosin „Hús- nefnd“, — þeir Kristbjörn Trvggvason, Friðrik Einarsson, Úlfar Þórðarson, Ivristinn Björnsson og Jóhannes Björns- son. Á janúar-fundinum 1951 var samþykkt áskorun til gjald- eyrisyfirvaldanna, að veita Rauðakross-deild Reykj avíkur leyfi fyrir innflutningi sjúkra- bifreiða. Félagsmál og hagsmunamál voru með minna móti rædd á almennum fundum L.R., en voru Jieim mun meira tekin til meðferðar á fundum stjórnar og meðstjórnenda. AöalSuntlur L.tt. Aðalfundur L.R. var haldinn 14. marz og framhalds-aðal- fundur þ. 28 marz 1951. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var lagt fram uppkast að skipulagsskrá fyrir hússjóð L.R. Þrír meðstjórnendur áttu að ganga úr stjórninni, en voru endurkjörnir (þeir Gunnar Cortes, Hannes Þórarinsson og Ólafur Geirsson). Stjórn Ekknasjóðs var end- urkosin, Bergsveinn Ólafsson, Ilalldór Hansen og Magnús Pétursson. Stjórn Heilsufræðisafnsins var endurkosin, Helgi Tómas- son, Hannes Guðmundsson og Ólafur Helgason. Endurskoðendur voru kosn- ir Ingólfur Gíslason og Páll Sigurðsson, til vara Bergsveinn Ólafsson og Karl Sig. Jónasson. í ritstjórn Læknablaðsins voru kosnir Júlíus Sigurjóns- son, Ólafur Geirsson og Þórar- inn Guðnason. 1 útvarps- og blaðanefnd Jó- hann Sæmundsson, Skúli Thor- oddsen og Þórarinn Guðnason. Argjald var ákveðið 400 kr. og skiptist eins og áður: 1 fé- lagssjóðs 125 kr. til Læknabl. 75 kr., í Ekknasjóð 100 kr., í Hússjóð 100 kr. Stjórn L.R. er hin sama sem árið áður, þar eð aðeins er liðið eitt ár af kjörtímabili hennar: Kristinn Stefánsson formaður, Sigurður Samúelsson ritari og Friðrik Einarsson gjaldkeri. FÉI.AGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.