Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
29
við, að læknar kunni því illa,
að geta ekki skrifað þau án
þess að baka sjúklingum sín-
um mikil útgjöld. Fyrst skal
telja B-complex samböndin —
vandræðagrip lækna og sjúkra-
samlaga. Þau verða ekki greidd
béreftir. Kostir þessa lyfs eru
þeir, að það inniheldur bæði
aneurin, nicotinsýru og lacto-
flavin, sem vitað er með vissu
að hafa þýðingu í humanpa-
thologiunni, en auk þess
pantothensýru og pyridoxin, og
munu síðasttalin efni vera á-
stæðan til þess að lyfið er ekki
talið hæft á skrá. Úr þessu hef-
ir verið bætt með því að setja
í viðaukann lyf úr amerísku
lyfjaskránni, sem heitir tab-
ellae triasyni B. Það inniheldur
aneurin, nicotinsýru og lacto-
flavin og er greitt að hálfu
leyti. Þótt ýmis önnur óskráð
vitaminlyf séu á þessum lista,
þá er samt lítil hætta á því
að vitamintherapian verði fyr-
ir miklum áföllum við það.
Fyrir því er séð í 1. kafla. Tabl.
magnii trisilicatis c. belladon-
ae er ekki greitt nema skrifað
sé tabl. magnesii trisilicatis c.
belladonnae Ph. Svec. 1 stað
auspensio aluminii hydroxydi-
eða — phosphatis skal skrifa
gelatum aluminii hydroxydi
USP eða — phosphatis USP, en
þau lvf eru greidd að hálfu
levti.
I 6. kafla eru ýmis ákvæði.
Hið fyrsta er um lyfjanefnd
Tryggingastofnunar ríkisins.
Skulu tveir nefndarmanna
vera læiknar, en sá þriðji lyfja-
fræðingur. Væri það ekki
heppileg ráðstöfun, að annar
læknirinn væri sérfræðingur í
lvflæknisfræði? 3. ákvæðið er
um lyfseðla, en þá mega
sjúkrasamlögin ekki greiða,
nema þeir séu undirritaðir af
lækni. Eru þar með felldar úr
gildi greiðslur fyrir símalyf-
seðla. Óneitanlega hefir það
sparað fólki mikla fyrirhöfn að
geta hringt til læknis og sótt
lyfið í lyfjabúðina án verulegr-
ar tafar. Það lendir venjulega
á húsmæðrum að sjá um lyfja-
kaupin, en þær eru flestar
hjálparlitlar heimafyrir og eiga
erfitt um snúninga áður en
krakkarnir eru komnir á legg.
Fólk sem vinnur utan heimilis
verður að fá frí úr vinnunni
til þess að ná í lyf. Ég hefi heyrt
margt ljótt orð í símanum í
garð S.B. síðan þetta varð að
lögum. Það verður fróðlegt að
sjá, hve margir liéraðslæknar
komast hjá því að brjóta þetta
ákvæði. 4. ákvæðið fjallar um
greiðslu á hormónlyfjum. Sam-
kvæmt því er sjúkrasamlögum
óheimilt að greiða viss hor-
mónlyf, ef þau eru ætluð börn-
um undir 16 ára, en undan-
tekningar fást þó, ef um er að
ræða ákveðna sjúkdóma, t. d.
dystrophia adiposogenitalis og
kryptorchismus. Þessi undan-
tekning er með öllu óþörf livað