Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 31
L Æ K N A B L A Ð I Ð
21
Það næsta, sem til athugun-
ar kemur er hið mjög svo mis-
munandi framtal á liáls- og
kokeitlastækkun, en þar er um
að ræða tölur frá 1% upp í
100%, og er þar, að vísu miðað
við sjúkdómseinkennin, en
ekki sjúku börnin. (Tafla II).
Útaf fyrir sig þarf engan að
undra þetta ósamræmi i fram-
talningu og nöfnum, það staf-
ar einfaldlega af þvi, að engra
leiðheininga hefir verið völ í
þessu efni.
Fræðibækur okkar fást fyrst
'og fremst við að lýsa hinum
sjúka líkama, og öll okkar
revnsla og þjálfun liefir feng-
izt við sjúkrabeð og á lækn-
ingastofum.
Þegar svo læknirinn í fyrsta
sinn kemur i skólaskoðun
stendur hann andspænis gjör-
óliku viðfangsefni, barni, sem
á að vera heilbrigt og ekkert
kvartar.
Hér verður að mæla á allt
annan mælikvarða. og þann
kvarða verður læknirinn að
húa sér til sjálfur á meðan
engra leiðbeininga er völ, þessi
mælikvarði á raunar að mæla
heilbrigðina, hina jákvæðu
heilbrigði, hurtséð frá sjúk-
dómum. Sama gildir um nöfn-
in, þar ræður hending ein, að
einhverjir tveir noti sömu
nöfn, nema hér i Reykjavíkur-
skólunum, en ekki skal ég dóm
á það leggja, hvort eigi sé
heppilegri nafna völ.
Ég liefi hér aðallega dvalið
við mat á háls- og kokeitla-
stækkun, og drap áður á van-
eldi, en margt fleira kemur til
greina, svo sem hryggskekkja,
ilsig, naflatog o. fl. o. fl., sbr.
töflu I.
Skólaeftirlit erlendis.
Um miðja 19. öld (1848) fór
fram rannsókn á heilbrigði
skólanemenda í Frakklandi,
sérstaklega til þess að komast
eftir bversu manneldi væri
háttað meðal nemenda, með til-
liti til útbreiddrar kirtlaveiki
og beinkramar.
Talið var, að dýrafæðu
myndi skorta í fæðið, en ekki
var þó úr bætt með matgjöf-
um, fyrr en Victor Hugo, 12 ár-
um seinna, stofnaði til mat-
gjafa á eigin kostnað i skóla
einum, og varð það til að ryðja
brautina. (10).
Skólaskoðanir voru síðan
teknar upp í sumum ríkjum
Bandarikjanna um 1880, upp
úr aldamótum i Englandi, á
Norðurlöndunum og víðar, og
hcfir skólaeftirlitið æ síðan
verið í hávegum haft í þessum
löndum, og er skoðað, sem einn
þýðingarmesti þátturinn i
heilsuverndarmálum þjóð-
anna.
Algent er, að gerðar séu sér-
rannsóknir i skólunum auk
reglulegrar skoðunar, þar sem
notuð eru nýjustu tæki og
tækni, með hliðsjón af síðustu