Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 32
22 LÆKNABLAÐIÐ vísindauppgötvunum. Þá er kannað, hvort nokkuð nýtt hafi komið fram í sjúkdóms- átt meðal nemenda, hver séu lielztu viðfangsefni skólalækna í það og það skiptið, o. s. frv. Ein slik sérrannsókn fór fram í hitteðfyrra í New York horg. (9). Skoðuð voru á einni viku rúmlega 14000 börn, og störf- uðu að því 144 skólalæknar borgarinnar. Þannig skoðaði hver læknir um 10 börn á dag. Ekki er hér tími til þess að rekja nánar fyrirkomulag eða árangur slíkrar rannsóknar, en nokkur atriði verður að drepa á. Það skal tekið fram, að tann- skemmdir voru ekki teknar með í niðurstöðurnar, og ilsig ekki talið nema barnið kvart- aði. Það kom í ljós, að 36% barn- anna töldust lieilbrigð, en þau voru flest á aldrinum 3—15 ára. Enginn mismunur fannst á drengjum og stúlkum, hvítum og svörtum. í þessu sambandi ber að athuga, að hér hjá oss virðist hryggskekkja vera 3—4 sinnum algengari í stúlkum en drengjum, það væri rannsókn- arefni út af fyrir sig að kanna það til hlýtar. Það sem þó var athyglisverð- ast var heilbrigðisvisitala ald- ursflokkanna. í yngstu aldursflokkunum, 3—6 ára voru 47,5% heilbrigð, eða nærri helmingur. í 7—10 ára flokkunum voru þau heil- hrigðu orðin aðeins 32%, og hélst það hlutfall óbreytt til fullra 14 ára, en þá hækkaði það aftur í 38% heilbrigð börn. Af þessu má vera ljóst, að heilbrigðu börnunum fjölgar frá 7—15 ára aldri, þar sem skólaeftirlit er vel rækt. Ó- mögulegt er að gera sér nokkra grein fyrir þessu hér á landi, eins og skólaeftirlitið er nú rekið. Venjulega fara skólaskoðan- ir annars þannig fram, þar sem þær teljast vel ræktar: 1. Skyndiskoðun á ölíum hópnum við byrjun bvers skólaárs, 2. Mjög nákvæm skoðun á öllum nýliðum, að við- stöddu foxældri. 3. Séi-stakar skoðanir, eftir þörfum, á börnum, sem til- vísað hefir verið frá hjúkr- unarkonum og kennur- urn. 4. Skyndiskoðanir um miðj- an vetur og um lok skóla- árs, og þá teknir út úr þeir, sem nákvæmari skoðanir þui'fa. 5. Eftirlitsskoðanir á þeim börnum, sem vísað hefir verið til meðfei'ðar, með vissum millibilum. Það er augljóst, að skólaeft- irlitið er nokkuð tímafrekt, og þarfnast vakandi áhuga. Sums

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.