Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
31
mál, einkum þegar á það er
litið frá sjónarmiði lækna og
sjúklinga. Allir starfandi lækn-
ar þekkja lyfjahungur fólksins
og vita hverjar afleiðingar það
hefir fyrir þeirra veraldlegu
velferð ef þeir taka upp á þvi
að gefa góð ráð í stað lyfja,
þegar þeirra er ekki brýn þörf.
Eins og oft hefir verið minnzt
á áður, einkum rétt fvrir kosn-
ingar, þá húum við Islending-
ar við svo léleg sjúkrahússkil-
vrði, að okkur er til mikillar
vansæmdar. Allur sá fjöldi,
sem fær ónóga læknisþjónustu
vegna sjúkrahússkoi-tsins, leit-
ar til heimilislæknanna í von
um að fá hjálp. Er þá skiljan-
legt, að læknirinn freistist til
þess að skrifa eitt vitamin-
receptið í viðl)ót — ut aliqui
fiat. Þó margt megi um lyfja-
notkunina segja, þá er það is-
lenzkum læfcnum til lofs, að
hún er sízt meiri hér á landi en
lijá nágrannaþjóðum okkar,-
sem hafa samskonar heilbrigð-
islöggjöf ogvið, en stórum betri
sjúkraliúskost. En þrátt fyrir
þetta, þá hygg ég að læknar
hefðu gott af því að hugleiða,
livort ekki sé hægt að komast
af með hæði færri og ódýrari
lyf, án þess að meginregla
læknisstarfsins sé með því
brotin, en liún er: Velferð
sjúklinganna er öllu æðri.
Störf L.R. milli
aðalfunda 1950—‘51.
Sjö almennir félagsfundir
voru haldnir auk aðalfundar.
Maí-fundurinn var haldinn
að Kleppi, þar flutti próf. Jó-
han Sæmundsson erindi: Mol-
ar um krabbamein. Dr. med
Helgi Tómasson: Sjúkrasaga
og demonstratio á sjúkl.
Október-fundur 1950, erindi:
Akureyrarveikin, eftir Björn
Sigurðsson, Júlíus Sigurjóns-
son, Jón Hj. Sigurðsson, Jóhann
Þorkelsson og Kjartan R. Guð-
mundsson. Var birt í Læknahl.
Nóv.fundur. Próf. Guð-
mundur Thoroddsen og próf.
Jóhann Sæmundsson fluttu
sjúkrasögur, en Ólafur Bjarna-
son og próf. Niels Dungal lýstu
meinafræðilegri vefjarannsókn
og krufningu á sömu tilfellum.
Des.-fundur. Pétur H. .1.
.Takobsson flutti erindi um ó-
frjósemi kvenna. Var birt i
Læknabl.
Janúar-fundur 1951. Dr. med
Jón Sigurðsson borgarlæknir
flutti erindi um Iieilhrigðiseft-
irlitið í Revkjavík, og Erlingur
Þorsteinsson um otitis media
acuta infantum. Erindi Erlings
kom siðar í Læknabl.
Febrúar-fundurinn var hald-
inn í Landspitalanum. Erindi:
Próf. Guðmundur Thoroddsen:
Resectio ventriculi vegna ulcus
ventriculi et duodeni, og próf.