Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 25 Tilgangur skólaeftirlitsins er sá, að það komi að verulegu gagni, að áreiðanlega sé bætt úr þeim misfellum, sem fund- izt hafa, ef ekki öllum á fyrsta árinu, þá þeim lökustu strax og hinum smám saman, ætíð nokkrum á ári hverju. Hvað börnin snertir, þá er að reyna að tryggja sér það sem framast má verða, að þar sé áreiðanlega tekið i taumana, sem liættan vofir yfir, læknis- hjálp veitt þeim börnum, sem hennar þurfa, matur, fatnað- ur etc., þar sem þess gerist þörf, að svo miklu leyti, sem mögulegt er. Stundum þarf að hugsa eftir því að gera sveit- arstjórnum aðvart, stundum foreldrum, og liugsa eftir því, að ekki lendi við umtalið eitt, að hlutirnir komist virkilega í framkvæmd ....“ (3). B. J. Helztu heimildir. 1. LögbirtingablaSið 1916. 40. tbl. 2. LögbirtingablaðiS 1921. 44. tbl. 3. GuSm. Hannesson: Um skóia- skoSanir. Læknabl. Okt. 1917. 4. Lög um fræSslu barna. VIII. kafli. 1936. 5. Berklavarnarlög. 9. gr. 1939. 6. Lög um fræSslu barna. XI. kafli. 1946. 7. Björn Björnsson: Árbók Reykja- víkurbæjar. Bls. 18. 1945. 8. Vilm. Jónsson: Kvillar skóla- barna. HeilbrigSisskýrslur 1944 —1946. 9. Robert W. Culbert & Harold Jacobziner: \Wiat does the School Physician see. Americ. Journal of Public Healtli. Bls. 568. 1950. 10. Siver, H.: Punch. Bls. 24, 46. 1864. JR ERL. LÆKNARITUN* Poliomyelitis og bólusetningar gegn infectionssjúkdómum. McCloskey frá Ástraliu segir frá því í Lancet (8. apr., 1950, 659) aS lömunarveiki í ungum börnum hafi augljóslega fylgt í kjölfar bólusetn- inga gegn kíghósta og ef til vill einnig í kjölfar bólusetninga gegn barnaveiki. Lömun varð yfirleitt mest í þemi lim, sem bóluefni hafði verið dælt í síðast og stundum mjög mikil. Bólusetning virtist hafa skaðvæn- legust áhrif, ef hún var framkvæmd minna en mánuði áður en lömunin kom fram. McCloskey virðist ekki færa rök að því í grein sinni, að bólusetning- in fjölgi sýkingum, heldur að hún þyngi þær. Hann telur útilokað, að poliomyelitis virus hafi verið i bólu- efninu, sem notað var i Ástralíu. Þrjú preparöt voru notuð, eitt enskt eitt amerískt og eitt ástralskt. Sömu- leiðis telur hann ólíklegt, að virus hafi flutzt meS dælu eða nál úr einu barni i annað, þótt ekki verði það útilokað. Líklegast telur hann, að orsökin sé immuno-biologisk og ræðir liann þann möguleika. Síðar hafa verið birtar athugan- ir á faraldri í Englandi, þar sem niðurstaðan var svipuð. (Brit. Med. Journ. 1. júlí, 1950, bls. 6 og bls. 28). Þessir höfundar draga þær á- lyktanir af athugunum sínum, að hólusetningar gegn barnaveiki og kíghósta hvor um sig, eða samtim- is, geti aukið hættu á alvarlegum lömunum, bæði framkallað lamanir í börnum, annars slyppu með aparalytiska poliomyelitis og þyngt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.