Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 36
26 LÆKNABLAÐIÐ Reglur iini lyf jagreiðslur sjúkraisamlaga. Útgefandi: Tryggingastofnun ríkisins. Rvík Í951. (Cfiir Oilar p. Tryggingastofnun ríkisins hefir nýlega gefiö út og sent læknum reglur um lyfja- greiðslur sjúkrasamlaga. Þess- ar reglur gengu i gildi þ. 15. júlí s.l., og féllu um leið úr gildi hinar fyrri, sem gefnar voru út 1945. — Um líkt leyti sendi Tryggingastofnunin læknum annað rit, sem ber nafnið Skrá um lyfjagreiðslur sjúkrasamlaga, og var tekin saman samkvæmt tilmælum lyfsala í Reykjavík. Er skráin aðallega samin til þess að gera lyfj aafgreiðsluna auðveldari, en auk þess eru í henni nokkur lyf og lyfjasamsetningar, sem ekki voru í hinuin nýju regl- um, og breyting á greiðslu- ákvæðum nokkurra lyfja. Er skráin að þvi leyti hinn fyrsti viðauki við reglurnar. Það sem liér fer á eftir á við um regl- urnar og viðaukann. lamanir í þeim, sem annars fengju væga lömun. Af þessu virðist, að læknar ættu að varast að nota þessi bóluefni, þegar lömunarveikifaraldur stend- ur yfir. Björn Sigurðsson. oróarion, ar. med. Hinar nýju reglur fylla 60 síður í litlu broti, er bandið og frágangur allur hinn snyrtileg- asti og brotið þannig, að bókin fer vel í vasa og í læknistösku. í formála er gerð grein fyrir höfuðatriðum ritsins, en þau eru breytingar á lágmarks- skyldugreiðslum sj úkrasam- laga fyrir lyf, þannig, að mikill hluti þeirra lyfj a, sem áður voru greidd, að % Jilutum verða nú greidd að liálfu leyti. Sulfalyf og antihiotica eru greidd að % hlutum, sulfalyfin þó aðeins að liálfu leyti, séu þau notuð útvortis, og sum antibiotica eru aðeins greidd með samþykki trúnaðarlæknis sjúkrasamlags. Lífsnauðsynleg lyf, sem nota verður að stað- aldri, verða sem áður greidd að fullu. Aðrar nýjungar eru ákvæði um stofnun lyfjanefnd- ar Tryggingastofnunar ríkis- ins, og ákvæði, sem mælir svo fyrir, að sjúkrasamlög skuli ekki greiða lyf, nema gegn lyf- seðli, undirrituðum af lækni. Reglurnar eru í 6 köflum; eru í hverjum kafla flokkuð þau lyf sem lúta liinum sömu greiðsluákvæðum, og er hið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.