Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 14
4 LÆKNABLAÐIÐ inn og neðri liðfletir lausir frá bolnum og hættir honum þá til að renna fram á við undan þunganum, sem á honum hvil- ir (spondylolisthesis). (4. mynd A og C). Aðalstefnan á flötum liða- móta í lendahrygg er sagital (5. mynd A), en milli neðsta lendaliðs og spj aldhryggj ar eru afhrigði algeng í þessum efn- um. Liðfletir lmeygjast þar oft að frontalplani, líkt og í brjóst- liðum og ekki er óalgengt að þeir liggi asymmetriskt, þann- ig að annar sé nokkurnveginn sagital, en hinn meira eða minna frontal. (5. mynd B). Enn má nefna að breytingar eða feirur i discus interverte- bralis eru algengari þarna en á nokkrum öðrum stað í hrygg, og nægir að benda á að yfir- gnæfandi flest tilfelli af pro- laps á nucleus pulposus eru á milli neðsta lendaliðs og sacr- um eða á milli tveggja neðstu lendaliða. Þegar hvorttveggja fer sam- an, óregluleg bygging á þessu svæði og mikið erfiði, þá er ekki að undra þó oft leggist verkur þarna að. Meðan fólk er ungt, létt á sér og vöðvastælt her lítið eða ekki á verkjum, en strax og vöðvar fara að gefa sig, hvort sem það er vegna aldurs eða ónógrar þjálfunar, segir það til sín. Hættast er við verkjaköstum ef snögg á- reynsla kemur óvænt svo að vöðvar eru ekki viðbúnir átak- inu, sjl. „tognar í haki“. f köst- unum ganga þessir sjl. varlega, setja fætur gætilega niður og forðast alla rykki. Þeir halda liryggvöðvunum rígspenntum og fjarðurmagn vantar í gang- inn. Hreyfingar allar eru hindraðar og þegar þeir beygja sig fram, styðja þeir einatt hendi á læri eins og spondylit- is-sjúklingar Ætíð eru evmsli — meiri eða minni — ef þrýst er á neðstu hryggtinda. Oft eru eymsli á vöðvum, bæði erector trunci og gluteus max, ofan til. Lasegues einkenni er til stað- 5. mynd. A sagital stcfna á liðflötum milli L5—Sl, B asymmetriskir iiðfletir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.