Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
17
kvæðrar heilbrigði er að vísu
að finna í skipulagi bæjarhlut-
ans, sem við búum í, og í vatns-
og skolpleiðslum hverfisins, og
hvar á hnettinum við kunnum
að eiga heima, o. s. frv.
En að þessu slepptu verður,
þegar miðað er við einstakl-
inginn, makaval foreldranna,
og sköpun heilbrigðs fjöl-
skyldulífs grundvallandi fyrir
framtíðarheilbrigðina, — að
vissu marki.
Svo kemur mæðra- og ung-
barnaeftirlitið til sögunnar.
Þá er hér hjá oss glompa í
kerfinu, sem eigi lokast fyrr en
við sjö ára aldur, en þá er tal-
ið, eins og nýlegar rannsóknir
sýna, sem síðar verður getið
nánar, að aðeins rúmur þriðj-
ungur barnanna séu kvillalaus,
ef tannsk. eru undanþegnar.
Skólaeftirlitið og heilbrigð-
isráðstafanir i sambandi við
það,byggist á tveim megin-
staðreyndum.
1. Skólalífið er börnunum
að sumu leyti óeðlilegt, og
þarf því að draga úr og fvrir-
byggja hættur, sem af því kann
að leiða fyrir þau með stöðugu
og nákvæmu eftirliti, og að-
gerðum í sambandi við það.
Og nú nýlega hefir námið
enn verið þyngt og skólatím-
inn lengdur.
Hér er um að ræða:
a. Nýtt umhverfi, fjarri
vernd heimilanna.
h. Of miklar lcjærsetur og
innivera.
c. Fjölmenni, með aukinni
smithættu.
d. Námskröfunum virðist
oft lítt í hóf stillt, þegar
litið er til skólasetunnar,
heimavinnu og ferða til
og frá lieimili og skóla.
e. í heimavistarskólunum
ska^ja mataræðið, frítím-
arnir og allur aðbúnaður
ný vandamál.
2. Á liinn hóginn gefa skól-
arnir ágætt tækifæri til að
stunda heilsuverndarstarfsemi,
þar sem þar er hægt að ná til
og fylgjast með hverju einasta
barni í landinu um margra ára
bil.
Loks eru svo sérstök atriði,
sem koma við og snerta skóla-
eftirlitið meira og minna, en
þar er helzt að geta þessara:
a. Vandræðabörn.
b. Fávitar.
c. Mataræði skólaharna.
d. Matgjafir i skólum þeg-
ar svo ber undir, þar með
talið lýsi og mjólk.
e. Ljóslækningar.
f. Tannlækningar.
g. Veil börn.
h. Nýbvggingar skóla.
i. Utiskólar.
j. Upplýsingastarfsemi.
Af þessu öllu má verða Ijóst,
að hér eru næg verkefni fyrir
höndum.
Við höfum séð og fylgzt með