Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1955, Side 18

Læknablaðið - 01.09.1955, Side 18
L Æ K N A B L A « í i) Öó vöxt annara mikroorganisma, nefnist „mikrobial antagonism“ og var því fyrst lýst af Pasteur og samverkamanni hans Joub- ert 1877. Þeir fundu, að bakt- eríu tegund, sem þeir einangr- uðu úr lofti, gat hindrað vöxt miltisbrands sýkla. Pasteur og félögum hans var ljóst, að unnt væri að nota þetta til lækninga. Þeir sýndu með tilraunum að hægt var að vernda kanínur gegn miltisbrandi með þvi að sprauta í þær bakteríu-gróðri, sem þeir ræktuðu úr loftinu, enda þótt kanínurnar liefðu áð- ur fengið banvænan skammt af miltisbrands sýklum. A næstu áratugum þar á eftir tóku all- margir eftir því, að myglu- sveppir og jafnvel bakteríur gátu liindraðvöxt annarra sýkla. Árið 190(5 var efni, sem unnið var úr B.pyocyaneus gróðri og nefnt pyocyanase, reynt til lækninga á barnaveiki, en þetta bar ekki árangur, meðal annars vcgna þess að þótt pyocyanase hindraði vöxt sýklanna þá eyddi það ekki eiturefnum þeirra. Kemotherapia er notkun á- kveðins efnis til þess að hindra vöxt sóttkveikja í líkömum manna eða dýra. Sóttkveikjurn- ar geta verið ýmist protozoa, sýklar, rickettsia eða virus. ■—- Efnin, sem notuð eru við kemo- therapia skiptast í tvo aðal- flokka, antibiotika og einfaldari efnasmiðju lyf. Til ])ess að slík lyf séu nothæf, verða þau að hafa tilætluð áhrif á sýklana án þess að skaða frumur líkam- ans. Þegar hafa fundizt furðu mörg efni, sem hafa þessa úr- vals eiginleika. I stórum dráttum má skipta áhrifum antibiotika á sýkla í þrjá flokka: a) að sýklarnir drepist (bakteriocid verkanir), b) að vöxtur þeirra hindrist (bakteriostatiskar verkanir), og loks c) að vöxtur sýklanna örvist. Það eru að sjálfsögðu að- eins bakteriocid og bakterio- statiskar verkanir, sem hafa hagnýta þýðingu til lækninga, en hitt, að antibiotika geta örv- að vöxt sýkla, getur falið í sér nokkra hættu í sambandi við notkun þessara lyfja eins og vikið verður að síðar. I rauninni er kemotherapia ekki nýr þáttur í læknisfræði eins og margir álíta. Þróun á þessu sviði hefur orðið svo ör síðustu árin, að mönnum hættir við að missa sjónar á því, sem gerst hefur áður. Notkun kíníns eða kína-barkarins, sem hófst meðal hvítra manna um 1630, getur talist kemotherapia, og kíninfellurnokkurn veginn und- ir skýrgreininguna á antibiot- ika, það er efni myndað af lif- andi veru (í berki cincbola trés- ins), og verkar eyðandi á smá- verur, í ])essu tilfelli malaríu smitið, aðallega troixizoid form- ið. Kínin hefur mjög þröngt verkuhar svið, (antimicrobiot-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.