Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1955, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.09.1955, Qupperneq 22
94 LÆKNABLAÐIÐ hrif hafa á sýkla. En talið er, að ester-penisillín gefi hærra magn af óbundnu penisillíni í mænuvökva en venjulegt penisillín gerir. Eins og kunnugt er, berst venjulegt penisillín-G mjög lít- ið inn í mænuvökva, a. m. k. ef bólga er þar ekki og má segja, að það sé að nokkru leyti kost- ur. Það er umdeilt, hvort heppi- legt sé að halda penisillín magni í blóðu jöfnu eða láta það vera í öldum, þ.e. fá fram hátt magn, sem stendur stutt og fellur á milli. Síðara fyrirkomulagið virðist heppilegra, þegar ein- göngu er miðað við hvernig penisillín verkar á sýkla í til- raunaglasi, en þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, er al- mennt álitið að nokkurn veginn jafnt magn sé happadrýgra til lækninga. Það er ekki vitað með vissu, hvernig penisillín verkar á sýkla, en álitið er, að það stöðvi starf enzyma, sem nauð- synleg eru til þess að byggja protein, og þá aðallega nucleo- protein sýklanna, en þess er einkum þörf, þegar sýklar eru í skiptingu, enda verkar penis- illín mest á sýkla í örum vexti. Ef t.d. hæmol. streptokokkar eru hrærðir lit í saltvatni og penisiUíni bætt þar út í, gerir það sýklunum lítið mcin, en sé hentugt æti látið saman við, taka sýklarnir að vaxa, en penisillínið drepur þá jafnóð- um. Það stöðvar frumuskipting- una á miðri leið og verður það sýklunum að bana. Það mætti því gera ráð fyrir að penisillín verkaði hezt á infectionir, þar sem sýklar eru í örum vexti, enda sýnir reynslan að svo er, þegar um mjög næma sýkla er að ræða. Þetta kemur fram, t.d. þegar penisillín er gefið við imeumokokka lungnabólgu á fyrsta stigi eða acut gonokokka urethritis. Þá virðist stundum sem ein sprauta af penisillíni geti drepið alla þá sýlda, sem fyrir hendi eru. Vöxtur sýkla er háður eðli þeirra annars vegar, en utan- aðkomandi skilyrðum hins veg- ar. — Hin ytri skilyrði í mannlegum líkama og tilrauna- glasi eru svo ólík að saman- hurður kemur varla til greina. I tilraunaglasi vaxa sýklar á reglubundinn hátt, er tákna má með línuriti í þrem köflum. I fyrsta kaflanum fer fram und- irbúningur undir. frumuskipt- inguna, hver einstök fruma stækkar. I öðrum kaflanum fer fram geysihröð frumuskipting og mikil protoplasma nýmynd- un, nefnist þetta logaritma vaxtarskeið og verkar penisillín þar bezt. I síðasta þætti dregur úr skiptingunni, fjöldi þeirra sýkla, sem myndast, er álíka og þeirra, sem drepast, þannig að tala lifandi sýkla stendur að

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.