Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 95 mestu í stað. A þennan kyrr- stöðuþátt verkar penisillín mjög lítið. Vöxtur sýkla í líkama manna og dýra er miklu óreglu- legi-i og flóknari en i tilrauna- glasi. Þar eru þeir á mismun- andi vaxtarskeiði á mismun- andi stöðum, en sjaldgæft mun að þeir komist þar almennt í logaritma vaxtarskeið nema þegar um banvænar infectionir er að ræða. Þess þekktust dæmi fyrir daga antibiotika, að lækn- ir, sem reif sig eða skar við að kryfja lík, fékk sogæðabólgu, sepsis og dó innan 12 kl.st. — Slíkt getur tæpast átt sér stað nema infectionin hafi orsakast af sýklum á logaritma skeiði. Þegar sýklar komast á slíkt vaxtarskeið í mönnum, táknar j)að venjulega hættulegt ástand, og er ekki æskilegt að bíða eftir því til þess að fá góða penisillín verkun. Sú skoðun er því ríkj- andi, að heppilegast sé að gefa penisillín þannig, að nokkurt magn haldist í hlóði allan sól- arhringinn, og sé það gefið í lotum mega þær ekki vera allt of strjálar. Það hefur verið sýnt fram á, að strept. hæmol. og pneumo- kokkar, sem orðið hafa fyrir penisillín áhrifum án þess að drepast, þurfa 1—4 kl.st. til þess að ná sér á strik og byrja að vaxa á ný. Penisillín má því helzt ekki hverfa úr blóði öllu lengur en 4 klst. í senn. Háll' milljón einingar af natr. penis- illíni endast ca. 9 klst. Þarf því að minnsta kosti 2 slíka skammta á sólarhring. 300.000 einingar af procain penisillíni endast um 20 klukkustundir og nægir því einn skammtur á sól- arhring. Penisillín sem inntöku ætti aðallega að nota handa börnum. Langvarandi penisillín, N: N1. dibenzyle thylendiamine di-penisillín-G, hefur einkum þýðingu í prophylaxis og einnig tengt öðrum penisillín tegund- um. Diethylaminethyl ester af penisillín-GC Leocillin) er senni- lega heppilegast að nota ein- göngu í sambandi við lungna- sjúkdóma og heilahimnubólgu. Penisillín verkar aðallega á gram -f sýkla. Gram -e stafir eru flestir ónæmir fyrir penisill- íni nema H.influenzae, og marg- ir þeirra mynda penilillínase. Þegar slíkar bakteriur eru í hreingróðri eða blandaðar öðr- um sýklum, þá verður penisillín meðferð venjulega árangurs- laus. Það má yfirleitt gera ráð fyrir að penisillín verki vel á strept. hæmolytikus, strept. pneumoniae, N. gonorrhoae og N. meningitidis. Það eru eink- um staphylokokkar og non- hæmolytiskir streptokokkar, sem orðið hafa ónæmir fyrir penisillíni. Slíkir staphylokokk- ar finnast oft í sjúkrahúsum, þar berast þeir á milli sjúklinga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.