Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1955, Page 26

Læknablaðið - 01.09.1955, Page 26
98 LÆKN ABLAÐIÐ leiðu B-vítamín og K-vítamín. Af þessum ástæðum hefir nureomycín úhrif ú prothrom- bin tíma og koagulation hlóðs- ins. A þessu er unnt að rúða l)ót með vítamíngjöf, en hitt er verra, að gróður óheppilegra lífvera eykst í þörmunum. Það eru einkum proteus, staph. aureus og sveppir (candida albicans). Aukaverkanir af þessum ústæðum eru oft lang- vinnar og hafa stundum reynzt banvænar t. d. colitis ulcerosa með perforation, staph. aureus sepsis, monilia pneumonia og sepsis. Terramycín (oxy tetracyclin) fannst 1950. Það hefir mjög svipuð áhrif á sýkla og aureo- mycín, en verkar ])ó öllu minna á gram positiva kokka. Terra- mycín resorberast nokkru betur frá þörmunum heldur en aureo- mycín, eða allt að 2 gr. á sólar- hring. Bæði aureomycín og terramycín berast treglega inn í mænuvökva og er því hæpið að nota þau við heilahimnu- bólgu. Talið er meiri hætta á slæmri colitis af terramycíni, heldur en aureomycíni. Achromycin (tetracyclin) var fundið upp 1953 og er nýjasta efnið í þessari þrenningu. Þetta efni er haldbetra í upplausn, resorberast betur og gefur hærra magn í blóði heldur en aureomycín. Það verkar máske heldur minna á gram positiva kokka en aureomycín, en að öðru levti virðast hæði efnin hafa svipuð áhrif á sýkla. Það er ef til vill of fljótt að segja mikið um eituráhrif achromycíns, vegna skorts á reynslu. Höfundar virðast þó sammála um að achromycín valdi síður meltingartruflunum heldur en aureomycín og terra- .mycín. M. Finland et al. fundu að terramycín orsakaði niðurgang í 19% tilfella og var staph. aureus næstum alltaf í saurn- um. Við aureomycín meðferð kom niðurgangur í 10% til- fella en staph. aureus var ekki að jafnaði í saur. Achromycín orsakaði diarrhea hjá 4% sjúklinga, og af þeim höfðu færri en 1% staph. aureus í saur. Aureomycín er unnt að gefa í æð, en það er of ertandi í vöðva. Terramycín og achro- mycín má gefa í vöðva án verulegrar ertingar. Hefir achromycín reynst vel, gefið á þann hátt. Terramycín or- sakar niðurgang í 1% tilfella, gefið í vöðva en nálægt 20% þegar það er gefið sem inntaka. Dýratilraunir benda til þess, að achromycín sé minnst eitrað af þessum efnum. Næmi sýkla gegn þessum þrem efnum fylgist nokkurn veginn að. Verði sýklar ónæmir fyrir einni tegundinni þá eykst þol þeirra jafnframt fyrir hin- um tveim. Chloromyctín fannst árið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.