Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 99 1947. Það er efnafræðilcga al- gerlega frábrugðið tetracyclín flokkhum og miklu einfaldara að byggingu en þau efni, en áhrif þess á sýkla eru í stórum dráttum svipuð. Yfirleitt verk- ar það meir á stapbylokka heldur en hin efnin gera. Það hefir algera sérstöðu að því leyti að það er eina lvfið, sem reynst liefir vel til lækninga á taugaveiki. Efnið er allhaldgott, (stabilt), resoberast vel, um það bil 2 gr. á sólarhring, magn þess í Idóði verður tiltölulega hátt, cn áhrif þess á eðlilega flóru þarmanna eru miklu minni heldur en af auromycíni eða terramycíni. Sá megingalli er á chloromycetíni, að það kann að geta valdið aplastiskri anæmi, alvarlegum sjúkdómi, sem leiðir til bana í ca. 40% tilfella. Þetta er þó mjög sjald- gæft og er í rauninni ekki fylli- lega sannað, en af þessum á- stæðum hafa læknar réttilega séð nauðsyn þess, að fara var- lega með lvfið, og hefir það bjargað því um skeið frá of- notkun og misnotkun. Þessi fjögur antibiotika hafa mjög vítt verkunarsvið (anti- mikrobiotisk spektrum), en það er vafasamur kostur og má í rauninni líta á þann eiginleika sem ónákvæmi í verkunum á bakteríur. Ef sviðið er mjög breitt, er hætt við að verkunin gangi út yfir fleira en sýkla þ. e. frumur líka. Efnið nálgast þá að vera protoplasma eitur. Erythromycín er nýtt anti- biotikum (1952), sem verkar einkum á gram + kokka. Það getur verkað á staphylokokka, sem eru ónæmir fyrir flestum eða jafnvel öllum öðrum antibiotika. Þetta er haldgott efni, sem resorherast vel frá canalis intestinalis og verkar bezt i alkaliskri upplausn. Helztu eituverkarnir eru ógleði og stundum niðurgangur. Magnamycín eða öðru nafni carbomycín (1952) verkar mjög líkt og erythromycín og fylgist næmi sýkla venjulega að gagnvart báðum þessum efn- um. Neomycín fannst 1949. Það verkar á gram + og -r- sýkla og einnig Mycobacterium tub- erculosis. Það verkar betur á staphvlokokka en streptokokka. Einnig hefur það áhrif á pro- teus, einkum í alkalisku um- hverfi. Neomycín resoberast ekki frá þörmum, en sé það gefið í vpðva hefur það nokkur citur áhrif á nýru. Lyfið er aðal- lega notað í smyrsl og bakstra við sárameðferð oft með baci- tracíni. öll antibiotika, sem einangr- uð hafa verið úr bakteriugróðri, hafa reynst polypeptid, gerð úr mismunandi mörgum amino- sýrum. Þau fyrstu voru ein- angruð 1939 og nefndust grani- cidín og thyrocidín. Þau drepa margar bakteríur, en geta einn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.