Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 33
L ÆKNABLAÐIÐ 105 gjörðar upptækar, þeim visaö úr landi, eða settir i gæzluvarð- hald. 1938 var röðin komin að Dr. Kroner. Hann sótti þá um innflvtjendaleyfi til Bandaríkj- anna, en það höfðu tugþúsund- ir manna af Gvðingaættum þá þegar gert, svo biðiu gat orðið löng. — ()g þegar Dr. Kroner var loks settur í gæzluvarð- liald seinl á árinu 1988, datt honum i hug að leita fvrir sér um bráðabirgða dvalarleyfi á íslandi, enda ekki óeðlilegt, þar sem hann og kona hans, Dr. Irmgard Kroner, höfðu — frá 1926—1933 - þrisvar ferð- ast um ísland í sumarleyfum sínum; frúin þegar farið að læra íslenzku árið 1925, og heimili þeirra hjóna hafði staðið öllum Islendingum opið á þeim árum, en þeir voru þá inargir í Berlín. Fyrir milli- göngu fulltrúa íslands í Þvzka- landi, og annarra íslenzkra vina, fékkst dvalarleyfið fljótt, og Dr. Ivroner og fjölskvlda lians fluttu lil íslands 4. des- emher 1938. Dr. Ivroner stundaði fyrstu árin algenga vinnu (Breta- vinnu) á Islandi, enda þótt laeknar vísuðu oft til hans sjúklingum, sem sérfræðings í taugasjúkdómum, en 25. nóv- emher 1944 veitti Alþingi hon- um veniam practicandi á Is- landi, og úr því gal hann ó- hindrað stundað hér lækning- ar. En skönunu síðar kom inn- flvtjendalevfið frá Bandarikj- unum, og varð það úr, að Dr. Kroner vildi þá ekki lengur nota sér g.estrisni Islendinga, enda þótt hann og fjölskylda lians yndi sér mjög vel, höfðu eignast snoturt hús á Seltjarn- arnesi (Sólvang), eignast marga nýja vini, og hann feng- ið góða praxis. Þau fluttu þá til Bandarikj- anna 4. maí 1945, og s,ettust að í Yonkers i New York fylki. I apríl 1947 tók Dr. Kroner bandarískt læknispóf, þá 68 ára gamall, og gjörðist ráðgef- andi sérfræðingur við Kings- hridge Home for the Aged, og Þrofessional Hospital í Yonk- ers, auk fleiri starfa. Dr. Karl Kroner var prýðis- vel níenntaður læknir, og í miklu áliti scm taugasérfræð- ingur, enda ritaði hann mikið og margt á því sviði og öðrum, svo sem Diagnosis der Nerven- krankheiten, ásamt Prof. Gold- schneider, og Therapie der Nerv.enkrankheiten, ásamt Dr. \V. Alexander, auk fjölda tíma- ritsgreina i erlend læknatíma- it og Læknahlaðið. Þá varð hann meðal annars fyrstur þýzkra lækna til að henda á þýðingu Wassermanns-prófs- ins yið lyf- og taugasjúkdóma. Framkoma Dr. Kroner var svo óvenju prúðmannleg, virðuleg og alúðleg, að liann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.