Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 12
120 LÆKNABLAÐIÐ ingar með sarcommyndun i neurofibromatosis. Fyrir koma sarcomata í taugum án sambands við von Recklinghausens sjúkdóm og afleidd sarcomata í taugum vegna illkynja breytinga í n.eu- rofibromata (20). Afleidda meinið er ekki eins illkynja og hitt. Það iielzt lengi takmark- að i handvefshylki sinu. Því hefur verið veitt athygli, að ó- fullkomið brottnám eða aðrir aðgerðaráverkar á neurofi- bromatosis geta vakið meinið til sarconnnyndunar. Mein- vörp eru fremur sjaldgæf frá afleiddum sarcomum (21). Algengast er meinvarp til lungna. Oftast verður breyt- ingin i illkynja mein á í?., 4. og 5. áratugi. Sjúklingar, sem liafa von Reckinghaus,ens sjúkdóm með sarcoma sýna að öðru leyti ekki afbrigði frá sjúk- dóminum (12). Tíðust er sarc- ombreytingin í djúplægum út- limataugum. Eigin athugun. Fjórtán ára drengur kom i Mayo Clinic 8. júní 1954. Við fæSingu hafði hann fjöída ljósbrúnna bletta og sömuleiðis mörg smá sepótt æxli. Stórt æxli var og á innanverSu v. læri. Skönmm eftir fæðingu var tekiS eftir því, að vinstri ganglimur var lengri en sá liægri. ÁriS 1949 var prófskurSur gerður og reyndist þetta von Recklinghausens sjúk- dómur. Sania ár var gerð skurðað- gerð til þess að rétta valgus og flexionsstöðu i vinstra hné. Húð- blettir og æxli breyttust ekki með aldrinum, æxlið á lærinu fylgdist með vexti sjúklingsins. Sex vikum fyrir konnina i spítalann fór æxlið á lærinu að hraðvaxa og harðna. í mánuð hafði sjúklingurin kvartað um verki i fætinum, höfuðverk, þverrandi starfskrafta og einstaka sinnum hitahækkun. Meðgöngutími móðurinnar hafði verið eðlilegur, svo og fæðingin. Þyngd barnsins við fæðingu var 14 merkur. Þroski var eðlilegur. Sex mánaða gamall liafði liann verið bólusettur gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og bólusótt. Þegar hann var 3 ára var gerð á honurn tonsil- lectomia og adenoidectomia og sama ár hafði liann mislinga. Að öðru leyti hafði hann verið heilsu- hraustur. Bæði afi og amma drengsins liöfðu flutzt frá Islandi. Móðirin hafði mörg húðæxli og ljósbrúna húðblctti. Fað- ir hennar hafði brúnleita húðbletti en cngin húðæxli. Sex ára gömul systir sjúklingsins bar engin merki um von Recklinghausens sjúkdóm. Faðirinn var á lífi og friskur þegar vér sáum sjúklinginn. Drengurinn var grannvaxinn, hæðin 140 cm. Blóðþrýstingur var 120 systol og 70 diastol., mælt í kvikasilfursmillimetrum. Púls var 120. Hiti 37,5. Hann liafði fjölda ljósbrúnna bletta l'rá depilstærð upp í 3—4 cm. i þvcrmál. Margar smáar, sepóttar ákomur, dökkbrúnar. Þver- mál vinstra læris var hérumbil tvö- falt á við þvermál þess liægra og vinstra læri var 10 cm. lengra en það hægra. Það var 20 gráðu flexi- onscontractura i vinstra hné og lit- ið eitt vantaði á fulla dorsalflexio á vinstra fæti. Á innanverðu læri og 5 cm. niður fyrir hné var stór, brún- leit ákoma, sem líktist stórri vörtu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.