Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 30
138 LÆKNABLAÐIÐ lenzkum háskóla án þess að verða bænabókarfær á íslenzku máli, nái því að verða penna- fær á einhverju erlendu máli með venjulegu málanámi í skóla, en síðan hrafllestri sér- fræðirita á mörgum tungumál- um og e. I. v. nokkurra missera dvöl erlendis! Nokkur von kann að vera um slíkt næmi á erlend mál, þegar í hlut eiga menn með það málskyn, að þeir nema móðurmál silt með afhurðum, en um málvillta böguhósa er þess engin von. Ætla liefði mátt, að frýjuorð Guðmundar Björnssonar liefðu orðið íslenzkri læknastétt minnisstæð og að sama skapi árangursríkari en mín mega verða sem hann mátti djarfara úr flokki tala en ég, auk þess sem hann mælti til þeirrar læknakynslóðar, sem betur var að heiman búin til að skilja mál hans en sú læknakynslóð, sem ég ávarpa, til að skilja mál mitt. ()g því má ég fullvel sætta mig við að tala um þetta cfni fvrir daufum eyrum, að árang- ur af viðleitni fvrirrennara míns varð enginn eða jafnvel minni en enginn, svo sem dæmi bezt sanna. Vilji menn, að ég finni þeim orðum min- um betur stað en ég hef þegar gert, minni ég á, að Guðmund- ur Björnsson átaldi meðferð móðurmálsins í Læknablaðinu, áður en út voru komnir fullir tveir árgangar þess. Beri menn nú saman málið á tveimur fvrstu árgöngum Læknablaðs- ins og á aðalgreinunum í síð- asta tölublaði þess, sem einmitt liggur fyrir framan mig á borð- inu, þegar ég rita þetta (3.—5. thl. 39. árgangs), og sjái, hvað áunnizt hefur. Þetta eina mál- gagn íslenzkrar læknastéttar ber hnignandi málfari stéttar- innar skýrast vitni, því að um það má segja, að hafi hin fyrsta ganga þess verið ill, þá er hin síðari verri. Einhverjir kunna að vilja tefla því fram böngulegu mál- fari íslenzkra lækna til nokk- urrar afbötunar, að því valdi fremur viljalevsi en getuleysi, og örlar á þeirri ætlun í um- ræddri hugvekju Guðmundar Björnssonar, enda kann nokk- uð að hafa verið hæft í slíku á hans tímum. En málfari ís- lenzkra lækna hefur stórum hrakað síðan, og gera þeir sig' nú hver af öðrum bera að þeirri nýlundu um skrifandi háskóla- lærða menn hérlendis að láta sér ekki takast nema með höppum og glöppum að koma orðum allra sizt íslenzkum orðum — að nokkurn veginn samfelldri rökvíslegri hugsun. Verða þeir læknar tæplega vændir um að gera sig viljandi að þviliku menntamannavið- undri á opinberum vettvangi. Ýmislegt kann manni þó að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.