Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 35
L Æ K N A B L A Ð I Ð
143
á, enda varð hann snillingur á
því sviði, ekki eingöngu vegna
lærdóms heldur líka, og ekki
síður, vegna sé'rstakra hæfi>-
leika til þess að umgangast og
ná trausti taugaveiklaðra
sjúklinga. Eftir heiinkomuna
varð hann aðstoðarlæknir við
Ivflæknisdeild Landspítalans
og þar var hann í 3 ár.
Nú fyrst má námstíminn
h.eita á enda og þá er Jóhann
skij) að u r tryggingarvfi rlæknir
og ekki að ófyrirsynju. Hann
var frjálslyndur maður og
hafði nærnan skilning á ])jóð-
félagslegum þörfum og vanda-
málum og þá sérstaklega heil-
brigðismálum. Sem trvgging-
aryfirlæknir vann liann mikið
og gott starf og má þakka hon-
um mikið af þvi, sem áunnizt
hefur í tryggingarmálum þjóð-
arinnar. Það var því ekki að
undra, að hann var kallaður
til þess að gegna enibætti fé-
lagsmálaráðherra, þegar Björn
Þórðarson myndaði utanþings-
stjórn 1942. En Jóhann sal ekki
í stjórninni nema frá jóluin
1942 fram í apríl 1943. Hann
gat ekki sætt sig við hið póli-
tiska andrúmsloft og þau
hrossakaup, s,em fram fóru
bæði leynt og ljóst.
Jóhann hafði lengi haft lmg
á að vinna að vísindalegum
rannsóknum og skriftum en á
námsárunum og við Landspít-
alann gafst ekki mikið tóm né
fé til slíkra starfa. Seinna
dvaldi hann um hríð í Svíþjóð
og vann þar að doctorsritgerð,
sem hann varði við háskólann
i Stokkhólmi.
Haustið 1948 tók hann við
prófessorsembættinu í lvflækn'
isfræði og yfirlæknisstöðu í
Landsyítalanum. Þá fyrst var
hann kominn í ríki silt, því að
hann var læknir af lífi og sál,
dáður af sjúklingum, hafði
vndi af að kenna og kenndi
með ágætum, en samvinnu-
þýður og hollráður þeim, sem
með honum unnu og undir
liann voru gel’nir. Þar skvggði
ekkert á.
Og þó. Ileilsufar Jóhanns
grúfði löngum yfir sem skuggi.
Ekki af því, að sjúklingar eða
samstarfsmenn vrðu jiess var-
ir, heldur af hinu, að margir
vissu, að hann gekk elcki heill
lil skógar. Frá unga aldri þjáð-
ist hann af ulcus duodeni, oft
með miklum hlæðingum og þó
að batnaði í bili við aðgerðir
þá varð það ekki nema stund-
arfriður og annað tók við. Því
var það furða hverju hann
fékk áorkað og hve vel hann
liélt gleði sinni og áhuga.
Jóhann var kvæntur Sigriði
Tliorsteinson, dóttur Árna tón-
skálds, og eignuðust þau tvær
dætur. A heimili þeirra var
ávallt gott að koma.
Guðm. Thoroddsen.
-----•------