Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 125 sem bekkjarnautur Thorvald- sens í leikhúsinu varð enginn síðri að mennt og snilli en ])jóð- skáldið Oehlenschláger. Má geta nærri, að skáldið hefur húið sig vel undir samræðurn- ar og kappkostað að láta ekki upp á sig standa. En sá, sem kom mæddur í sinn hóp frá þessari samsetu, var Oelilen- schláger. Lengi vel kom liann ekki upp nokkru orði, en að lokum stundi hann þvi upp, að aldrei hefði hann komizt í krappari dans. Við Thorvald- sen hefði ekkert — hókstaflega ekkert — verið hægt að ræða, ekki leinu sinni um gríska list. Hann vissi ekkert, skildi ekk- ert, og allra sízt gat hann nokk- uð sagt. Þá setti Oehlenschláger aftur liljóðan um stund. En allt í einu lýsti upp ásjónu hans, hann spratt á fætur, veifaði krepptum lúkum framan í sálu- félaga sína og sagði fagnandi: „Men lxan har det i næverne!" II. Það ,er hugsjón og markniið háskólafræðslu, eins og henni er háttað á Norðurlöndum og, að því er ég ætla, víðast hvar í Norðurálfu a. m. k., að þeir, er að ljúka háskólaprófi í ein- hverri vísindagrein, nái ekki aðeins verknaðartökum á sér- grein sinni, heldur einnig þeim skilningstökum, að þ.eir hafi liana fræðilega á valdi sínu, að vísu aðeins fáir útvaldir til mikillar ávöxtunar, en allir til varðveizlu og nokkurrar miðl- unar. Þykir ekki minna mega vera en háskólalærður maður geti — ef hann á annað borð ber það við — gert rökvíslega grein fyrir sérfræðilegum við- fangsefnum sínum í skilmerki- legu og snoturlegu formi, hvort heldur er við hæfi lærðra eða leikra, eftir því sem efni hent- ar. En til þess að slíkt megi takast, er einskorðuð sér- menntun ,engan veginn einhlít, heldur er jöfnum höndum þörf almennrar menntunar og þekk- ingar, sem nær æði langt út fyr- ir svið sérþekkingarinnar — að ógleymdri þeirri eðlisgreind, er baka verður hvert hrauð þekkingarinnar við, ,ef það á ekki að verða að steini. Af eðli- legri samverkan staðgóðrar al- mennrar menntunar og ræki- legrar sérmenntunar æxlast hin akademiska menntun, sem ætlað er svo mikið hlutverk í mannlegu félagi. í trausti til hennar er menntamönnum hvers tíma trúað fyrir dýrmæt- um þekkingararfi genginna kvnslóða til þeirrar umsýslu, er hverri samtímakynslóð megi verða sem happadrýgst, en jafnframt til þeirrar varð- veizlu og ávöxtunar, að liver ný kynslóð fái arfinn í hend- ur, ekki aðeins óskertan, held- ur aukinn og margfaldaðan. í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.