Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
139
delta í hug um þá Fæueyjagikki
íslenzkrar læknastéttar, sem að
því er virðist fyrir einnar sam-
an fordildar sakir bera annars
góð og gild fræðsluerindi á
borð fyrir ólæknislært fólk á
þeirri andhælislegu djöfla-
þýzku, sem þeir kalla islenzkl
læknamál og engum öðrum en
læknum er ætlandi að grynna
nokkuð i. Þeir læknar, ef
nokkrir kvnnu að vera, sem
betur mega, en halda því þó lil
streitu að ræða og rita um
fræði síu ó því brakináli, mættu
bugleiða málfar sitt frá al-
mennu þrifnaðarsjónarmiði.
Vera má, að einhverjir þeirra
kæniust að þeirri niðurstöðu,
að með því óvirði þeir ekki
eingöngu þjóð sína og tungu,
tilheynendur og lesendur, lield-
ur einnig sjálfa sig með þeim
andlega óþrifnaði, sem verður
ekki til annars jafnað en þess
að vanrækj a þrif líkama síns,
ösla á forugum skóm inn i
vistai'verur óviðkomandi fólks
og láta vaða ekki einungis á
öll gólf heldur upp um alla
veggi. Svo ósamboðinn sem
slíkur ódámsháttur er mennta-
mönnum yfirleitt, sæmir liann,
eins og annar subbuskapur,
læknum sýnu verst. Það er
einna líkast því að ganga að
læknisverkum með kámugar
hendur.
Enga trú hef ég' á því, að þró-
un niðurlægingar islenzkrar
læknastéttar sem mennta-
mannastéttar verði svo rökrétt,
’að stéttin afsali sér af eðlilegri
hógværð öllu tilkalli til að heita
menntamannastétt og breyti
sér i hljóðláta iðnaðarstétt.
Slíkt mundi illa samræmast
stefnu tímanna, sem er berlega
sú, að mestu skipti að heita
vel, hvað sem því liður að vera.
í háskólann verður lækna-
fræðslan vafalaust sótt um
langa framtíð, en ekki i iðn-
skólann, að maður ekki tali um
Landsmiðjuna, enda þólt nán-
ast kunni að verða staðið und-
ir merkjum liennar. En jafn-
vcl þótt menn láti sér þetta vel
lika, þarf til einhverra ráða að
grípa, áður en íslenzk lækna-
slétt stendur gersamlega mál-
laus uppi með alla læknisfræð-
ina „í lúkunum“. Og þróunin
er ,einsýn, þó að hún sé ekki
alls kostar liugnanleg. Hin
margsérgreinda læknastétt
hlýtur að koma sér upp einni
sérgreininni ,enn, og sérfræð-
ingur þeirrar greinar verður
að fvlgja hverjum þeim lækni
annarra sérgreina, sem ein-
hverju hefur að miðla, jafnvel
upp í sjálfa háskólastólana, þ.
c. Oehlenschláger með hverj-
um Thorvaldsen, til að tala
fvrir hann, skrifa fyrir hann og
— hugsa.
17. júni 1955.
-----♦------