Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 127 hversu ástatt muni í þessum efnum um menntamenn er- lendis, og læt liggja á milli iiluta, hvernig málið horfir við hér á landi yfirleitt, þó að ég hafi að vísu ákv.eðið hugboð um það. En einni mennta- mannastétt á ég þá þegnskap- arskuld að gjalda að segja henni undandráttarlaust j)að, sem ég veit sannast um henn- ar ástæður og horfur að þessu leyti. Sú stétt er íslenzk lækna- stélt. Fer ekki á milli mála, að j>ar er af bágum ástæðum að segja og þaðan af verri liorfum. Það fær með engu móti dulizt og væri fánýtur stéttargreiði og enn minna drengskaparbragð að draga fjöður vfir j)að, að eft- ir J)ví seni tæknilegri sérmennt- un íslenzkra lækna flevgir fram og þeir verða, hver í sinni grein og j)ó einkum sameigin- lega, leiknari i að leysa af hendi æ vandasamari læknis- verk, hrakar almennri rnennt- un þeirra uggvænlega. Er þar ljósast til vitnisburðar, hve ört þeim islenzkum læknum fer fækkandi, sem taldir verða bænabókarfærir, er á j)að reynir, að j)eir leitist við að gera grein fyrir læknisfræði- l.egum efnum, hvort heldur er lærðum eða leikum, en hér ræðir um hina allra minnstu kröfu, er gerð verður til lækn- is sem menntamanns. Mér er vel ljóst, að ósann- gjarnt er að krefjast J)ess af hverjum óvöldum mennta- manni, að hann sé sérstakur kunnáttumaður á mál og stíl. En einhverjar lágmarkskröfur verður að gera í þessu efni, j)ví að mál er mönnum ekki aðeins nauðsynlegt tæki til að geta talað og skrifað: fyrir neð- an ákveðin lágmarkstök á ein- hverju tungumáli er mönnum meinað að geta hugsað á við- lilítandi liált. Allt niður að því lágmarki eru menn að visu enn nytsemdarmenn með J)að „í lúkunum“, sem J)eir hafa ekki á tungunni, oft afburðamenn að verklagni, miklir kunnáttu- menn, íþróttamenn og lista- menn, en löngn fyrr hætta menn að vera menntamenn. Menntamanninn i sér geta menn þó lengi trevnt með J)ví brjóstviti að Jækkja vanhæfi menntamannsins og kunna lionum forráð. Illa talandi menntamaður tranar sér ekki óstuddur upp í hvern ræðustól, scm hann kemur í námunda við. Illa skrifandi menntamað- ur ryðst ekki fulltingislaus fram á hvern ritvöll. Illa tal- andi og illa skrifandi mennta- maðnr b,er sig ekki eftir stöðu, sem með engu móti verður rækt nema af vel talandi og vel skrifandi menntamanni með meira en í meðallagi góða framsetningargáfu í tilbót. Maður, sem er gersneyddur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.