Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 16
124
LÆKNABLAÐIÐ
Vilmundur Jónsson, landlæknir:
Thorvaldsen og
i.
Eftir að grísk tunga hafði
verið lögð niður sem náms-
grein til stúdentsprófs hér á
landi, var þó fyrst í stað til
þess ætlazt, að nemendur lær-
dómsdeildar hins almenna
menntaskóla nytu nokkurrar
fræðslu um fornmenningu
Grikkja, trúarhrögð þeirra,
bókmenntir og listir. Rækti
rektor skólans, Steingrímur
skáld Thorsteinsson, þessa
fræðslu, á meðan hans naut
við. Fór liann með nemendum
yfir goðafræði Grikkja og las
fyrir þá valda kafla úr grísk-
um bókmenntum í þýðingu
eftir sjálfan sig. Ekki var gert
mikið úr þessari fræðigrein, og
vafasamt tel ég, að hún hafi
borið blómlega ávexti, en
minnisstætt og lærdómsrikt
hefur mér orðið eitt atriði, er
tilrætt varð um 'í einni
kennslustundinni. Steingrímur
rektor sýndi og skýrði myiidir
af grískum listaverkum, og
kom þá eins og af sjálfu sér,
að á góma har list Thorvald-
sens. Rómaði r,ektor mjög, hve
innlífur Thorvaldsen hefði
verið hinni grísku list og dáði
lislartök lians á þeirri stil-
grein og frábært handbragð.
Fór hann um þetta fögrum við-
Oehlenschlagei*
urkenningarorðum. En í það
lét hann skína, að þetta hefði
verið með nokkrum ólíkindum,
er þess væri gætt, hvert v,erið
hefði gáfnafar Thorvaldsens,
og einkum, hve áfátt hefði
verið almennri menntun hans
og þekkingu. Einn nemenda
greip fram í ræðu rektors og
innti undrandi nánara eftir,
hvort Thorvaldsen liefði verið
mjög illa að sér. „Maður lif-
andi,“ sagði rektor, „hann
hefði ekki getað skrifað
skammlausan þvottakonu-
reikning.“ Til frekara sann-
indamerkis sagði liann eftir-
farandi sögu:
Þegar Thorvaldsen kom al-
kominn heim til Danmerkur
frá Rómaborg og var fagnað af
löndum sínum sem sigursælum
þjóðhöfðingja, var það eitt
atriði móttökufagnaðarins að
hjóða honum til hátíðarsýning-
ar í konunglega leikhúsinu.
Móttökunefndinni þótti þá
miklu máli skipta, hver fengi
sæti við hlið heiðursgestsins í
leikhúsinu. Taldi hún einsýnt,
að það yrði að vera sá, er
treysta mætti til að ræða á
milli þátla við listamanninn
hugðarmál hans, og þá einkum
listir og menntir, af þekkingu,
fjöri og andríki. Fyrir valinu