Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 36
144 LÆKNABLAÐIÐ Leiðrétting í grein dr. Árna Árnasonar i <i. —7. tbl. Læknablaðsins þ. á. eru tvær meinlegar prentvillur á bls. 82: Neðst í fyrra dálki stendur: Arteriosclerosis, sem orsakast af coronarsclerosis ... á að vera: Art., sem orsa^ar ... Efst í öðrum dálki stendur: að hýpertonia orsakist af arteriosclerosis... á að vera: or- é saki arteriosclerosis. IJr erl. læknaritum Fólinsýra og' anæmia perniciosa (C. P. Lo'wther, Brit. Med. .T. 1954, I, 564). Ef sjúklingur með anæmia perni- ciosa fær fólínsýru verður blóð- myndun venjulega fljótt eðlileg, en cngu að síður koma fram einkenni mænuskemmda og jafnvel fvrr cn ella. Höf. nefnir dæmi úr sinni reynslu og annarra um sjúklinga, sein feng- ið liöfðu fólínsýru, oftast í samsettu lyfi, við „blóðleysi“ án frekari grein- ingar. Hafði læknirinn ekki alltaf gert sér fulla grein fyrir samsetn- ingu lyfsins, t. d. hvort í því væri fólínsýra. Blóðleysið batnaði fljótt, en síðar konm fram einkenni frá mænu. Þegar svo sjúklingarnir leituðu læknis vegna þessara einkenna, villti það sýn, að nú var ekki um hlóð- leysi að ræða (anæmia), og blóð- mynd var eðlileg, enda fékk sjúk- dómurinn þá ýmis nöfn svo sem sclerosis disseminata, lues etc., þang- að til um siðir að hið sanna kom í ljós og B12 var reynt. Af þessum ástæðum m. a. varar höfundur við notkun hinna fjölþættu blóðlyfja, sem nóg er af á lyfja- markaðnum, einkum þeirra, sem í er fólinsýra. Er tekið undir þetta í ritstjórnargrein í sama blaði (Br. Med. J.) og sagt að slík „blunder- buss“ lyf eigi engan rétt á sér; þau séti að auki óhæfilega dýr. Sérstak- lega beri að forðast slík lyf sem fól- ínsýra er í, hún sé gagnslaus við venjulega anæmia liypochromica microcytica og eigi ekki lieima i meðferð við anæmia perniciosa, en geti orðið til þess að torvelda rétta greiningu. Framhaldsnám lækna í Þýzkalandi Frá landlækni liefur Læknablað- inu borizt afrit af bréfi þýzka sendi- ráðsins í Reykjavík til utanrikis- ráðuneytisins um spítalaþjónustu er- lendra kandídata í V.-Þýzkalandi. Fylgir listi yfir 48 sjúkrahús viðs vegar í Vestur-Þýzkalandi, þar sem erlendir kandidatar geta fengið að starfa um stundarsakir. Fá þeir ókeypis fæði, en ekki önnur laun. Gert er ráð fyrir að 150 þýzk mörk nægi á mánuði fyrir luisnæði og öðrum gjöldum. íslenzkir kandidatar, er áhuga hefðu á þessu, sendi umsókn rit- aða á þýzku, ásamt tveim afritum, til þýzka sendiráðsins í Reykjavik (Gesandtscliaft der Bundesrepublik Deutschland). í umsókninni taki kandidatinn fram, á livers konar deildum liann kýs að starfa, og mcð- mæli skulu fylgja umsókninni frá Háskóla íslands. FÉÍ.AGSPRFNTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.