Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Síða 37

Læknablaðið - 01.04.1956, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 27 taxta héraðslækna og' fleiri lag- færingar (stytting dagvinnu- tíma). Fékkst loks samþykkt fimmföld hækkun á taxtanum frá 1933 og nokkur hækluin á fastagjaldi, þar sem það gildir, og samræming á því. Hafði nefndin notið ágætrar aðstoðar formanns L. I. Samninganefnd praktiserandi lækna utíin Rvíkur. (Bjarni Snæbjörnsson, Kjartan Jólnmns- son, Jón Gunnlaugsson og Haukur Kristjánsson). Bjarni Snæbjörnsson skýrði frá störf- um nefndarinnar. Nefndin ósk- aði eftir sömu kjörum fyrir starfandi lækna utan Reykja- víkur og Reykjavíkurlæknar hafa, en það fékkst ekki fram. Nokkur lagfæring fékkst þó, nokkur grunnkaupshækkun og að auki 6% af launagreiðslu, er leggja mætti í lífeyrissjóð. Fundi var frestað kl. 19.15. Fluttir fyrirlestrar. Fundur hófst á ný kl. 20,30 og flutti þá prófessor E. Busch, Kaupmannahöfn, erindi: „De craniocerbrale traumer“, en L. I. og Háskólinn höfðu í sam- einingu boðið honum hingað til lands. Áður en erindið liófst bauð forseti þingsins, Guðm. K. Pét- ursson, dr. Busch velkominn, hann væri einn hinn kunnasti heilaskurðlæknir á Norðurlönd- um og Islendingum að góðu kunnur, því að fjölmargir sjúklingar hefðu honum verið sendir héðan til aðgerðar; væri hann og þekktur að því að greiða vel fyrir íslenzkum sjúklingum. Að loknu erindinu tóku til máls Guðm. K. Pétursson, Frið- rik Einarsson, Kristján Þor- varðarson, Niels Dungal, Valtýr Albertsson, Alfreð Gíslason og Sigurður Samúelsson. Var fyr- irlesara þökkuð koman og ágætt erindi og velviljuð fyrirgreiðsla fyrir íslenzkum sjúklingum á undanförnum árum. Loks tók próf. Buscli aftur til máls, svar- aði nokkrum fyrirspurnum og þakkaði hið vinsamlega boð, af hálfu L.I. og Háskólans, s,em sér liefði verið ánægja að þiggja. Fundi slitið kl. 21.50. Þriðjudaginn 14. júní kl. 18 var fundur settur á ný í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Forseti tilkynnti boð lyfsölu- stjóra, til lækna utan Reykja- víkur, að skoða lyfjagerð, er sett hefur verið á laggirnar í Borgartúni 6. Síðan flutti dr. Óskar Þórðar- son erindi: Arythmia perpetua og’ chinidin. Forseti þakkaði glöggt og fróðlegt erindi, þar sem m. a. var greint frá me<V ferð 13 sjúklinga. — Bjarni Bjarnason og Kristinn Stefáns- son gerðu nokkrar fyrirspumir, er fyrirlesari síðan svaraði. Er- indið verður birt í Læknablað- inu. Um kvöldið, kl. 20.30 flutti

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.