Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 26
66 LÆKNABLAÐIÐ 2. alþjóðaþing um ofnæmi (II International Congress of Allergy). Eftir IMíels Dungal, prófessor Dagana 6.—13. nóvember 1955 var háð Alþjóðaþing um ofnæmi og ofnæmissjúkdóma í Petropolis, skammt frá Rio de Janeiro í Brasilíu. Yar þetta hið annað í röðinni og voru mættir þarna um 500 fulltrúar hvaðanæfa úr heiminum, með- al þeirra flestir ofnæmissér- fræðingar lieimsins, svo sem Robert A. Cooke, New York, Bernhard Halpern, París, Sa- muel Feinberg, Chicago, Fred. W. Wittich, Minneapolis, Rocha e Silva, Sao Paolo, Jim- enez Diaz, Madrid, W. Schayer og Louis Schwartz. U. S. A., Bram Rose frá Canada, svo að- eins örfáir séu nefndir af þeim sem kunnastir eru. Þingið var haldið í Hótel Quitandinha i Petropolis, sem er stærsta hótel Suður-Amer- íku og mikið notað fyrir slik þing og miklar sýningar. Eru margir salir og stórir í gisti- húsinu, svo að unnt ,er að halda fundi á mörgum stöðum i eínu, enda þurfti þess með, því að fundarefnið var svo mikið, að oft voru 4—5 fundir haldnir samtímis. Engin leið var að fylgjast með öllu sem þarna gcrðist, svo að maður varð að velja úr það, sem líklegast var til fróðleiks samkvæmt dag- skránni. Það, sem hér fer á eftir, er svo að segja eingöngu tekið eftir minnishlöðum, skrifuðum á fundunum. Schayer, Halpern, Rocha e Silva og Bram Rose gerðu grein fyrir histamini og efnaskiptum þess: Allt histamin í líkamanum myndast úr histidini. Eftir að histamin er myndað stendur ])að elcki lengi við í líkaman- um, þótt það sé í mastfrumum líkamans og geti haldizt i þeim. En þegar það kemst út í blóðið klofnar það af enzymum og breytist í methyl-histamin, sem útskilst, og einnig i indol-rih- ose-histamin. Cortison virðist annaðhvort binda histamin eða það hindrar histidin í að breyt- ast i histamin (lamar liistidin- decarboxylase?). Allt histamin klofnar og út- skilst með þvaginu. Iljá heil- hrigðum er histamin nokkurn- veginn stöðugt og jafnmikið, en hjá ofnæmissjúklingum er það mjög mismunandi og óstöðugt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.