Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 71 fyrir þessari tegund ofnæmis og sýndi fram á hvernig það er bundið við acetyl-salicvlsýru, en ekki við salicylsýru eða sölt af lienni. Para-amino-salicylsýra (PAS) framkallar hlóðmynd sem lítur út alveg cins og mo- nonucleosis. Slíkur faraldur kom upp i herklaspítala í Chi- cago og var álitinn vanaleg mononucleosis, unz grunur féll á PAS, sem sjúklingarnir liöfðu allir fengið í stórum stíl og hef- ur síðar sannast að valdið get- ur þessum breytingum á blóð- myndinni. Alkunnugt er, hve menn geta verið næmir fyrir aspirini. Margir fá mikinn bjúg í and- Ht af því, svo að aldrei má gefa þeim nein lvf með acetyl-sali- cylsýru í. Asthma. Samter flutti einn- ig ýtarlegt erindi um asthma,en ekki var mikið um nýjungar í þvi. Iiann gerði grein fvrir því, hvernig börnunum hættir við að fá astlnna á afmælisdaginn sinn og þegar þau fara í fri og ferðalög, sem sýnir hvernig sjúkdómurinn er liáður tilfinn- ingalífinu. En annars er astlnna lijá börnum langoftast ofnæmissjúkdómur. Mótefnin sitja í bandvefnum, og þegar antigen kemur og mætir þeim, myndast histamin, sem orkar á háræðar, kirtla og vöðva. Cortison verkar á bandvefinn, hindur histamin i lionum, svo að það nær ekki að losna. Hjá fullorðnum er astlnna oft allergiskt, en oft að miklu leyti vagotoniskt. Hjá gömlu fólki er það oft fibrotiskt, þ. e. stafar af gamalli fibrosis í lungum, sem gerir hjartanu erfitt fvrir. Sam Rose (Canada) hafði tekizt að framkalla astlnna hjá 90% af mönnum með því að gefa þeim acetylcholin, en ekki nema hjá 40—60% með því að gefa þeim histamin. Hann heldur að mikið af asthma hjá fullorðnum stafi af þvi sem hann kallar choliner- gic substances. Samter hafði líka fundið að ómögulegt er að framkalla astlnna hjá heil- brigðum, sem ekki eru ofnæm- ir, með því að láta þá anda að sér histaminúða. Wittich frá Minneapolis gerði grein fyrir electrolytum í samhandi við astlnna. Alkunn- ugt er að bjúgur er áberandi i öllum ofnæmissjúkdómum og því hætt við truflun á jafnvægi málmsalta. Hann sagði að eft- irfarandi upplausn liefði reynzt sér hezt gegn ýmsum ofnæmissjúkdómum. Þessi upplausn, sem kennd ,er við Rutler, er aðallega notuð lil dæliuga inn i æðar. Hún er samsett þannig:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.