Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 40
80 LÆKNABLAÐIÐ aðiljar að Elli- og örorkutrygg- ingarsjóði lækna. Telur stjórn L. 1. það vel farið. Sumir telja auk þess æskilegt að embættis- læknar keyptu sér nokkra tryggingu umfram þá, sem líf- lífeyrissjóður veitir. Væri gott að heyra álit embættislækna, er fundinn sitja, um þetta mál. Frh. í næsta bl. W'róttír Dr. Bodil Eskesen, sem ritar grein hér í Læknablaðið um meðferð á mænusótt, var í hjálparliði því, sem kom hingað til lands frá Danmörku í fyrra- haust, til leiðbeiningar og að- stoðar, þegar mænusóttarfar- aldurinn braust út. Hún dvaldi hér fram á vor og vann hér mikið og gott starf. Skömmu áður en hún fór flutti hún, í Læknafélagi Reykjavíkur, er- indi það, sem hér birtist, en ritstjórn Læknablaðsins fannst það eiga erindi til fleiri lækna en þeirra, sem þar gátu á það hlýtt. Embættaveitingar. Flateyjarhérað hefur verið veitt frá 1. júlí þ. á. Knúti Kristinssyni, fyrrv. héraðs- lækni. Höfðahérað á Skagaströnd var veitt 15. júlí þ.á. Lárusi Jónssyni, lækni. Keflavíkurhérað. Karl Magnússon, héraðslæknir, hefur fengið lausn frá embætti samkvæmt umsókn. Um hérað- ið sóttu: Einar Ástráðsson, héraðslæknir á Eskifirði, Þor- geir Gestsson, héraðslæknir í Húsavík og kandídatarnir Björn Þórðarson og Kristján Sigurðsson. Einar Ástráðsson hefur verið skipaður þar hér- aðslæknir frá 1. okt. þ. á. F járveiting til framhalds- náms, 50000,00 kr., var sett á fjárlög ársins 1956, til sérnáms lækna erlendis eftir úthlutun landlæknis. Þessu fé hefur nú verið skipt jafnt á milli dr. med. Bjarna Jónssonar og Val- týs Bjarnasonar. Bjarni er nú farinn til Kaupmannahafnar og ætlar að starfa þar 1 ár á deild próf. Buschs og kynna sér sérstaklega heilaaðgerðir vegna slysa, en Valtýr er í Bandaríkjum Ameríku til framhaldsnáms í svæfingum og blóðbankastarfi. Bólusetniny gegn mænusóU hófst seinni hluta september- mánaðar hér á landi. Til henn- ar hefur verið fengið Salk-bólu- efni, sem á að nægja 15000 manns og danskt bóluefni handa 50000. Alþjóðlegur læknafundur um gigtska sjúkdóma. (The 9th Internat. Congress on Rheumatic Diseases) verður haldinn í Toronto, Canada, 23. —28. júití 1957. Nánari upplýsingar veitir stjórn L. I.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.