Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 69 legt að ofnæmiseinkenna verði vart hjá fjölda fólks, sem hefur tilhneigingu og tækifæri til þess. Og það eru ekki aðeins þeir, sem liafa fengið penicillini dælt í sig, sem geta orðið of- næmir. Möguleikarnir eru margir til þess að skapa við- kvæmnina fvrir því. Penicillin er notað í ýms tannkrem og þannig geta þeir, sem þau nota, orðið viðkvæmir fyrir því. í Roquefort osti er penieillin, nægilega mikið til að valda við- kvæmni hjá þeim, sem hans neyta. í mjólk láta framleið- endur stundum penicillin, einkum þar sem kýr er með júgurbólgu, til þess að halda streptokokkunum niðri. Er þetta auðvitað óleyfilegt, en hefur þráfaldlega verið gert í Ameríku. Þá geta menn orðið ofnæmir fvrir penicillini ef dælur, sem því er dælt með, eru ekki hreinsaðar nægiLega áður en dælt er með þeim í aðra sjúklinga. Sumir læknar kunna að hugsa sem svo, að ekkert sé athugavert við að nola dælu til þess að gefa lvf, ef hún er ný- soðin og .ekkert hefur verið í henni annað en penicillin. Þetta er óverjanlegt, því að í dælunni er nóg penicillin til þess að sjúklingur með ofnæm- istilhneigingu getur orðið við- kvæmur fyrir því, svo að hann þoli ekki penicillin þegar liann þarf að fá það seinna. Allar dælur og nálar, sem notaðar liafa v,erið til þess að gefa með antibiotica verða að hreinsast vandlega og skolast áður en þær eru notaðar handa öðrum. I mænusóttar-bóluefni, sem notað liefur v,erið í Bandarikj- unum, hefur verið penicillin og er það galli sem þvrfti úr að bæta, því að meiri ofnæmis- hætta virðist stafa af penicil- lini en af öðrum antibiotica. l7lestar hættulegar afleiðing- ar af penicillini hafa komið fram eftir dælingar, ,en dæmi eru þess einnig að menn hafa dáið af að taka það inn, þótt það komi miklu sjaldnar fyr- ir. Hætlulegt ofnæmi hefur einnig sést eftir penicillin-úða (aerosol) og eftir smyrsli, sem er þó sjaldgæft, þótt þau geti valdið útbrotum. Penicillin-ofnæmið kemur fram með tvennu móti: 1: Sem serum-veiki. þannig að sjúklingurinn fær eftir ca. 10 daga ofsakláða, liðabólgur, hita o. s. frv. Tíminn sem lið- ur frá penicillingjöfinni getur verið mislangur, allt frá einum degi upp i 18 daga. Iaetta of- næmisform verður að sama skapi algengara, sem menn hafa fengið penicillin oftar. 2: Ofnæmislost (anafylakt- iskl schock). Eftir nokkrar sek- úndur eða mínútur frá penicil- língjöfinni fær sjúklingur svæsið lost, svo að hætt er við að hann deyi skyndilega, Það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.