Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 73 uni. Gervikvoða (synlhelic resins) er notuð til þess að halda þessum tilbúnu voðum slé.ttum og vernda þær fvrir hrukkum og kipri, og J)að eru slíkar kvoður sem liætt er við að valdið geli ofnærni. Flestir litir eru upprunalega unnir úr koltjöru, en svo að segja allir þessir litir eru nú framleiddir úr ýmsum efnuin í verksmiðjum. Verkamenn sem lita föt og voðir, fá oft hörundsbólgu, en liturinn f,est- ist við voðina og veldur sjald- an útbrotum hjá þeim sem föt- unum klæðast. Loks eru ýms efni notuð til þess að gefa voðinni fallega áferð, eins og lakk er notað lil að snyrta málingu á vegg. Sér- stök efni ,eru notuð til þess að taka gljáa af voðinni, önnur sett saman við til ])ess að gera hana eldtrausta, eða varðveita hana fvrir möl, eða DDT er selt saman við verndarefnið. 011 þessi efni geta valdið of- næmi lijá þeim sem viðkvæm- ir eru. Sulfoneruð olía (sulfonated oil) er mikið notuð til að snyrta voðir og er ekki óal- gengt að menn fái ofnæmi gegn henni. Þá er ekki óalgengt að þeir sem fást við þurrhreinsun á fatnaði fái útbrot af ,efnum sem til þess eru noluð, aðallega tetraklórkolefnii triklórethvl- en, aceton, benzín o. s. frv. Til þess að ganga úr skugga um hvort óliætt sé að nota eitt- hvert efni til fatnaðar, ráð- lagði Schwartz að r,evna það fyrst á 200 manns þannig að festa dálítið slykki af efninu við húðina í 3—4 daga og end- urtaka það eftir 10 daga til þess að sjá hvort nokkurra út- brota verður vart. Þetta verða verksmiðjur i Bandarikjunum að gera áður en þær setja ný efni á markaðinn, sem mögu- legt er að útbrol hljótist af. Eins og áður er sagt var svo margt flutt þarna af erindum, að engin leið var að komast yfir nema lítið af því. En slík þing eru ekki aðeins mikils- verð vegna erindanna sem flutt eru, heldur ,ekki hvað sizt vegna persónulegra kynninga, sem skapast á milli manna sem vinna á sama sviði og læra liver af öðrum i viðtölum við kaffi- og matarborðin. Sá lær- dómur gefur oft lítið eftir þeim s,em f;rst af erindunum og mik- ilsvirði er að komast í sam- band við færustu menn livað- anæfa úr heiminum, sem síð- an senda liver öðrum ritgerðir sínar, svo að hægara verður á eftir að fvlgjast með í þeirri vísindagrein. Það sem ég saknaði þarna var erindi um ofnæmi i maga- og meltingarfærum, sem gefa einkenni allt frá vörum og munni og stundum alla leið niður í endaþarm. Um slikar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.