Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 39
læknablaðið
79
afsalaði sér henni að lokum.
Stjórn sjúkrahússins leitaði þá
ekki til fyrri umsækjenda, en
hugðist ráða lækni til sjúkra-
hússins án þess að auglýsa
stöðuna. Stjórn L. f. þótti fyrri
umsækjendur ómaklega snið-
gengnir og beindi þeim tilmæl-
um til lækna, sem hug hefðu á
að sækja um stöðuna, að þeir
tækjust ekki á hendur að gegna
henni fyrr en að veitingu lok-
inni. Var staðan því auglýst að
nýju en hvorugur fyrri um-
sækjenda sótti nú um hana.
1 febrúar s.l. fékk stjórn fé-
lagsins vitneskju um að bjóða
ætti 4—6 íslenzkum læknum til
Rússlands. Var gert ráð fyrir
að sú för yrði farin í júnímán-
uði. í fyrstu skildist stjórn fé-
lagsins að ferðin yrði læknum
að kostnaðarlausu en seinna
þegar formlegt boð kom frá
rússneska sendiráðinu kom á
daginn að læknar yrðu að
greiða ferðakostnað til og frá
Rússlandi, en meðan þar væri
dvalizt væru læknar gestir rúss-
nesku heilbrigðisstjórnarinnar.
Margir höfðu hug á að fara, en
kostnaður við ferðalagið og ó-
hentugur tími (maí eða júlí)
mun hafa valdið því að engir
fóru á vegum félagsins. Einn
læknir mun þó hafa þegið boð-
ið.
L. I. var nýlega boðið að
senda fulltrúa á aðalfund
danska læknafélagsins, sem
baldinn verður í haust. Óvíst er
hvort nokkur hefur hentugleika
á að sækja fundinn.
Nýlega barst félaginu bréf
frá landlækni, þar sem hann
mælist til þess að það tilnefni
fulltrúa, er sé heilbrigðis-
stjórninni til aðstoðar við
samningu reglugerðar um með-
ferð deyfilyfja. Læknafélagi
Reykjavíkur munu einnig hafa
borizt sams konar tilmæli. Fyr-
ir tveim árum kaus aðalfundur
L. 1. deyfilyfjanefnd, en hún
hefur ekki enn skilað áliti. For-
maður nefndarinnar mun þó
hafa viðað að sér upplýsingum
um það hvernig málum þessum
er skipað í nágrannalöndunum.
Er sízt vanþörf á að taka þessi
mál föstum tökum því að deyfi-
lyfjaneytendur beita oft mikilli
kænsku og hugkvæmni til þess
að herja út lyfseðla og víla ekki
fyrir sér að falsa þá þegar svo
ber undir.
Húsnefnd félagsins hefur
starfað ötullega. Hún mun hafa
haldið allmarga fundi og haft
náið samstarf við nefnd frá L.
R. Höfðu nefndirnar augastað á
glæsilegri lóð við Miklatorg, er
bæjaryfirvöldin virtust fús á
að láta félögunum í té. Sóttu
síðan bæði félögin sameiginlega
um lóðina og fjárfestingarleyfi
til þess að hefja byggingar-
framkvæmdir. Eins og vænta
mátti, var synjað um fjárfest-
ingarleyfi í bráð.
Flestir praktisérandi læknar
utan Reykjavíkur hafa gerzt