Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 37
L Æ K N A B L A Ð I Ð 77 eða öllum héraðslæknum í hærri launaflokk en frumvarpið gerði ráð fyrir, en ekki bar sú við- leitni neinn árangur. Hins veg- ar fékkst nokkur hækkun á launum nokkurra lækna, sem vinna við rannsóknastofur eða sjúkrahús og ekki hafa neinar verulegar aukatekjur. Taxtanefnd Ihéraðslækna i’æddi við landlækni og forráða- menn Trygginganna um hækk- un á taxtanum vegna vaxandi dýrtíðar og hækkandi kaup- gjaldsvísitölu. Var málaleitan þeirra tekið alllíklega og um skeið stóðu vonir til að gjald- skráin yrði hækkuð um 20 af hundraði frá og með 1. júní. Á þessu varð þó dráttur en félags- stjórninni var gefið fyrirheit um að hækkunin kæmi til fram- kvæmda 1. júlí. Af ýmsum á- stæðum varð enn dráttur á að endanleg afgreiðsla fenist í stjórnarráðinu og kom hækkun- in því fyrst til framkvæmda frá miðjum júlí. Greiðsla samlag- anna til héraðslækna fyrir heimilislæknisstörf hækkuðu þá að sjálfsögðu úr kr. 5 í kr. 6 á mánuði eins og gert er ráð fyr- ir í 7. gr. samningsins. Héraðslæknar hafa yfirleitt veiúð óánægðir með samning þennan og nokkrir þeirra hafa þegar sagt honum upp og talið hagkvæmara að vinna eftir gjaldskrá héraðslækna. Töldu sumir það harðla ósanngjarnt uð héraðslæknar þessir bæru nálega ekkert úr býtum fyrir læknishjálp í sjúkrahúsum. Samningurinn kveður svo á, að héraðslæknar fái aðeins auka- greiðslu fyrir miklar og mestu aðgerðir. Tryggingarstofnunin viðurkenndi að sumir héraðs- læknar bæru hér skarðan hlut frá borði og virtist fús til að greiða einnig fyrir meiri hátt- ar aðgerðir samkvæmt gjald- skrá héraðslækna. Er nú eftir að vita hvort héraðslæknarnir sætta sig við samninginn með þessari breytingu. Stjórn L. í. ræddi s.l. vétur við Tryggingarstofnunina um hækkun á greiðslum til prakti- serandi lækna utan Reykjavík- ur. Samningaumleitanir milli L. R. og S. R. stóðu mánuðum saman og þótti rétt að bíða frekari aðgerða þar til samn- ingar tækjust og hafa þá til hliðsjónar. Samningar við S. R. urðu á þá lund, að læknar fengju greidda fulla kaup- gjaldsvísitölu að frádregnum 6 stigum. Þeir Bjarni Snæbjörns- son og Jón Gunnlaugsson gengu nú að samningaborðinu og varð niðurstaðan, eftir allmikið þóf, sú að læknar í Hafnarfirði og á Akureyri skyldu fá greidda fulla kaupgjaldsviísitölu! að 6 stigum frádregnum en aðrir practiserandi læknar yrðu að sætta sig við 15 stiga frádrátt. Mun Tryggingarstofnunin hafa haldið því fram að bifreiða- kostnaður lækna væri verulega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.