Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 32
72 LÆKNABLAÐIÐ Natrium Butlers upphuisn Milli-equivalent 30 Ivalium 15 Klorid . . 22 H0PO4 •• 3 Lactat . . . 20 Travert . 5% Travert er invert-svkur (Polyionie No. 1-solution, Baxter Catal. no. E 111). Allniikið var rætt um Meti- corten (Prednisone) og notk- un á því í stað cortisons við asthma. Af því þarf mun minna, þannig að 40 mg meti- corten svara til 200 mg af cortison. Auk ])ess virðist hætt- an af óþægilegum aukaáhrif- um, hjúg o. s. frv., vera minni en við cortison. Þó hættir því til þess að framkalla krampa i kálfum, sem lika kemur fvr- ir við eortison, en vfirleitt kom mönnum saman um að óþægi- legar afleiðingar af meticort- en eða prednison væru mun minni en við cortison. Enginn efi virðist leika á því að meti- corten gefur cortison ekkert eftir í meðferðinni á asthma, en minni hætta stafar af því fyrir sjúklinginn. Mary Eoveless (U.S.A.) skýrði frá því, að hún noti paraffín-olíu saman við ex- trökt, sem hún dælir inn í sjúklinga lil þess að lækna þá af ofnæmi (desensihilisation). Sjúklingar með graskvef (hay fever) þurfa venjulega mikinn fjölda dælinga árlega ef þeir eiga að halda lieilsu, en með því að gefa þeim 5000—10.000 einingar í paraffín-olíu fá þeir hirgðir af mótefninu, sem þeir húa lengi að. Því næmari sem þeir eru, því færri einingar fá þeir í hyrjun, en þeir sem ekki eru eins næmir fá 10.000 ein- ingar strax. Þar sem margir þ,essara sjúklinga koma ofan úr sveit, eru mikil þægindi að því fyrir sjúklingana að geta komizt af með 2—3 dælingar á ári og þurfa sjaldan að fara til lækn- is, í stað þess að þurfa að kosta miklu til að dvelja lengi hjá sérfræðingi í stórborg, sem kostar hæði tiina og fé. Louis Schwartz frá Banda- ríkjunum Iiélt á fjrrsta degi þingsins ágælt erindi um of- næmissjúkdóma, sem eiga rót sína að rekja til fatnaðar. Hann sagði að hörundsútbrot kæmu sjaldan af .efninu sjálfu, livort heldur það væri bómull, silki, ull eða nvlon, en algent að of- næmi myndaðist gegn efnum sem notuð væru við fram- leiðslu fatnaðar úr þessum efn- um. Ofnæmissjúkdóma verður vart meðal þeirra sem vinna að framleiðslu á tilbúnum spunaþræði, svo sem Nylon, Dakron o. s. frv., en mjög sjaldan meðal þeirra sem klæðast fatnaði úr þessum efn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.