Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 34
74 LÆKNABLAÐIÐ Læknin^nleTÍi séra Jakftlis (■iiftiiiiMiri*- sonai* á SaiiAak'irili 1 ritinu Læknum á Islandi, bls. 57, sbr. neðanmálsgrein á bls. VIII, létu höfundar þess getið um séra Jakob Guðmunds- son á Sauðafelli í Dölum, að þeim hefði ekki tekizt að finna órækar heimildir fyrir því, að séra Jakob hefði haft formlegt lækningaleyfi, þótt víða sé vikið að því í ritum, að hann hafi haft slíkt leyfi. Úr því að leyfið var aldrei birt, var helzt ætlað, að um tímabundið amtmanns- leyfi til lækninga hefði verið að ræða, sem nokkrum sinnum var veitt leikmönnum, án þess að hirt væri um að birta. Síðan hef ég rekizt á fullnægjandi gögn fyrir því, að séra Jakob hefur þó haft leyfi æðstu stjórnar- valda til að stunda lækningar. I ofnæmisbreylingar af matar- tegundum eiga læknarnir á- reiðanlega eftir að læra margt í náinni framtíð, en merkilegt hv.e lílið er enn farið að skrifa um ])essa hluti, sem skipta miklu máli í dlaglegu starfi læknisins og ganga undir ýms- um nöfnum öðrum en ]>ví rétta. skjalasafni landlæknis geymist landshöfðingjabréf, dags. 1. des- ember 1879, þar sem landlækni er tilkynnt, að ráðgjafinn hafi í bréfi, dags. 3. nóvember s. á., fallizt á að veita séra Jakobi veniam practicandi í Dalasýslu, samkvæmt 6. gr. tilskipunar 5. september 1794, þannig að hann sem aðstoðarlæknir eigi að vera háður eftirliti hlutaðeigandi héraðslæknis (þ. e. héraðslækn- is í Stykkishólmi). Það hefur því ranglega verið haft af séra Jakobi, að hann væri tekinn upp í sjálft lækna- talið í nefndu riti með mynd og tilheyrandi æviágripi, þar sem hann á heima meðal leikmanna, sem fengið hafa formleg lækn- ingaleyfi hér á landi, sbr. 5. lið í skráningarreglum ritsins á bls. VII—VIII. Ég bið Læknablaðið fyrir þenna fróðleik, svo að hann geymist á vísum stað til leið- beiningar þeim, sem síðar gera úr garði íslenzkt læknatal, hver sem tekur sig nú fram um að leggja þar hendur að. 27/3 1956. Vilm. Jónsson. ♦

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.