Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 14

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 14
70 LÆKNABLAÐIÐ í temporala efri hluta augn- botnsins eru mikið útvíkkaðar og einkum utarlega í sjónhimn- unni sjást gulhvít exsudöt og í útjaðrinum er hvítleit exsudat- breiða, þar sem slagæð og blá- æð sameinast í upphækkuðum hnút, grárauðleitum að lit og er hann ekki skýrt afmarkaður, greinist bezt með 6—7 dioptr. við augnspeglun. Stór blæðing sést ofanvið eina æðina utarlega Augnþrýstingur er eðlilegur á báðum augum og þau alveg eðli- leg utan frá að sjá. 1 vinstra auga sást eins og í hægra dá- lítið grugg í glervökvanum. Hér leyndi sér ekki, að um angiomatosis retinae væri að ræða, en þar sem ég hafði enga reynslu .í meðhöndlun þessa sjúkdóms, var ákveðið, að senda sjúklinginn í augndeild Ríkis- spítalans í Danmörku. Þar var gerð aðgerð á hægra auga, brennt með diatherminálum kringum æðaæxlið. Nokkru eft- ir heimkomuna versnaði sjúkl. heldur sjón á vinstra auga, svo að ég gerði svipaða aðgerð á því auga og hafði verið gerð í Dan- mörku. Árangur aðgerðanna 'hefur verið góður. Hin miklu exsudöt hafa hægt og hægt horf ið, en skilja eftir pigmenteraða bletti. Þó sjást enn á hægra auga í kringum æxlið exsudat- blettir, en ekki mjög áberandi. Engar blæðingar. Æðaútvíkk- unin heldur ekki eins áberandi. Hverskonar sjúkdómur er angiomatosis retinae? Ang. ret. er talinn meðfæddur, ættgeng- ur sjúkdómur og tilheyrir sjúk- dómaflokki, sem lýsir sér marg- víslega, þó sérstaklega sem dreifð æxli eða belgir (cystur) í ýmsum líkamshlutum og þá helzt í miðtaugakerfinu og sjón- himnunni, vanskapnaður eða veila (angiomatous malformati- ons) Angiomatosis retinae hefur lengi verið þekktur sjúkdómur. Síðan 1879 hafa augnlæknar skrifað oft um hann. Árið 1903 skrifaði von Hippel nákvæma lýsingu á sjúkdómnum og nefndi hann angiomatosis ret- inae, og hefur það nafn haldizt síðan. Álitið var, að sjúkdómur- inn væri aðeins í sjónhimnunni, en 1926 fann Svíinn Arvid Lin- dau, að samhengi var á milli þessa augnsjúkdóms og cystu- myndana í litla heilanum og víðar. Síðan er sjúkdómurinn venjulega kallaður von Hippel- Lindaus sjúkdómur. Lindau sýndi, að hér er ekki eingöngu um augnsjúkdóm að ræða, held- ur sennilega um kerfisbundna veilu (vansköpun) frá mesen- chymvefnum, sem kemur síðar fram sem æðabreytingar og æðaæxlismyndanir í miðtauga- kerfinu og ýmsum líffærum. Það er ekki um metastasis að ræða frá æxlinu. 1 sumum til- fellum við Lindaus sjúkdóm get- ur sjónhimnan sloppið, verið að því er virðist heilbrigð eða að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.