Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 16

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 16
72 LÆKNABLAÐIÐ Skemxndir þessar koma fram sem gulir eða gulhvítir exsudat- 'blettir, sem geta náð yfir stór svæði, einkum í kringum æða- æxlin, koma stundum fram á maculasvæðinu eins og stjörnu- mynd líkt og við retinitis alb- uminuria. Oft eru blettir þessir meira eða minna upphækkaðir og getur sézt í þeim og í kring- um þá dökkt litarefni, sem hinn vaxandi gliavefur tekur í sig. Þessir gulhvítu vefhrörnunar- blettir á sjónhimnunni geta ver- ið svo áberandi, að æðaæxlin liggja eins og rauðleitar kúlur eða blettir á hvítum grunni. Venjulega halda æðaæxlin kúlu- löguninni aðeins í byrjun sjúk- dómsins, vaxa svo áfram sem hnútótt eða flöt æxli, sem valda sjónhimnulosi að nokkru eða öllu leyti, en hinar mjög útvíkk- uðu æðar segja til um legu þess. Sjónhimnulosinu og vefjabreyt- ingunum fylgir oftast iridocy- ditis með glaucoma secundari- um og ógagnsæi í augnsteinin- um, svo að ekki er hægt lengur að sjá inn í augun. Menn veittu því athygli, að margir sjúklingar með angio- mat. retinae dóu með sjúkdóms- einkennum, sem fylgja heila- æxlum. Lindau fann, að hinar svokölluðu litla-heila cystur eru í raun og veru hæmangiom að svipaðri byggingu og æðaæxlin í sjónhimnunni. Litla-heila æxli gefa oft stase papiilu. Var það þá líka skiljanlegt, að oft fannst það fyrirbrigði við sjúkdóm þenna. Líffærameinafræði (Patho- log. anatomia): Það koma fram 2 ólíkar myndbreytingar í sjón- himnunni. 1 öðru tilfellinu yfir- gnæfa miklar æðanýmyndanir, en í hinu yfirgnæfir æxlis- kenndur frumuvöxtur. Sam- kvæmt skrifum Roussy og Ob- erling er aðallega um 3 tegundir æðaæxla í miðtaugakerfinu að ræða: 1. Cavernu-æxli (Hæm- angioma, Cushing-Bailey), 2. Reticulo-endothelial angiom (Hæmangioblastoma. Cushing- Bailey), sem nær eingöngu hafa fundizt í cerebellum, medulla oblongata og mænu, 3. Angio- glioma (Hæmangio-blastoma interkolumn., Cushing-Bailey). Gagnvart angiomatosis retinae er það aðallega 2. flokkur, sem hefur þýðingu, því sú tegund angioma hefur samkvæmt rann- sóknum Cushing-Bailey og A. Lindau fundizt samtímis í mið- taugakerfinu og sjónhimnunni. Þar hefur fundizt, að hinar ein- földu endothelfrumur háræð- anna hafa breytzt og margfald- ast. Cytoplasmað þrútnar, holur myndast í því og fituefni safn- ast í frumurnar og fram koma hinar svokölluðu xanthoma- frumur, sem Lindau og fleiri hafa fundið í sjónhimnunni við ang. retinae. Háræðar þessara æðaæxla eru sennilega óþéttari en heilbrigðar háræðar, svo að vökvi safnast utan við æðarnar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.