Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 17

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 73 í reticulæra vefinn. Æxli þessi (fl. 2.) eru ekki einvörðungu mynduð úr einföldu æðaendot- heli, heldur líka úr reticulo- endothelvef. Þegar sjúkdómur- inn hefur staðið lengi, safnast þykk vessun (exsudat) og blæð- ingar á milli sjón- og æðahimnu og myndast þar svo þétt band- vefsherzli. 1 sjónhimnunni sjást líka mjög víkkaðar æðar og belgjamyndanir. 1 æxlinu sjálfu finnast aðallega þéttar glia- frumur og þar innan um mikið af víkkuðum háræðum og stærri og minni belgjum, sem fylltir eru bjúgvökva (exsudati) og blóði, svo að oft er erfitt að greina hinn raunverulega æxl- isvef í veggjum þeirra. Margir, sem rannsakað hafa sjúkdóm þenna, álíta, vegna hins mikla gliavefs, sem fyrir- finnst í æxlunum, að þau eigi upptök sín frá ectodermal vef, gliosis retinae diffusa, angiogli- osis retinae. Það þykir þó víst, að æxli þessi séu af mesodermal uppruna, myndist frá blóðæð- um, en gliavefurinn myndist síðar. Lindau telur, að æxli þessi stafi frá meðfæddu óeðli, sem kemur fram í 3. mánuði fóstur- lífsins, mesodermal-vefur nái því að vaxa inn í taugavefinn á ýmsum stöðum, sem svo síðar í lífinu kemur fram sem þessi sérkennil. æðaæxlisvöxtur með þeim sjúkd. breytingum, sem honum fylgja. Orsakalýsing (Etiologia): Gagnvart sjúkdómi þessum er margt á huldu. Hvernig stend- ur á, að æðahnútarnir myndast eða byrja skyndilega að vaxa eftir að hafa haldizt óbreyttir í mörg ár? Ástæður eru óþekkt- ar. Menn geta þess til, að um meðfædda vöntun á hluta sjón- himnuæðanna sé að ræða, hár- æðanetið sé óeðlilegt eða vanti í þessum hluta sjónhimnunnar. Til þess að bæta upp þennan æðaskort viðhaldist æðar frá fósturlífinu, sem annars myndu hverfa og frá þeim myndist svo æðaæxlin. Samanburðargreining (diff- erential diagnosis): Sá sjúk- dómur, sem aðallega kemur til athugunar að greina frá ang. ret. er retinitis exudativa ext- erna (Coats). Á meðan að æða- æxlin og æðavíkkunin sjást greinilega, er ekki erfitt að greina sjúkdómana í sundur, en eftir að blæðingar hafa komið í sjónhimnuna og subretinal vessi losað hana frá, getur ver- ið erfitt að greina sjúkdóma þessa í sundur. Þó bendir mjög hlykkjótt æðavíkkun til þess, að um angiom sé að ræða. Hjá börnum getur verið erfitt að greina sjúkdóm þenna frá gli- oma. Horfur (prognosis) eru slæmar, ef ekki er hægt að stöðva veikina í byrjun. Leiðir hún þá venjulega til blindu og eyðileggingar á augunum. Þeg-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.