Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 19

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 75 Læknaþing 1957 Almennt læknaþing Læknafé- lags Islands var sett í Háskól- anum 19. júní 1957. Formaður L.I., Valtýr Albertsson, setti þingið og kynnti gesti þess og fyrirlesara. Hann minntist lát- inna félaga, en þeir voru: Pétur Thoroddsen, Theodór Mathiesen og Samúel Thorsteinsson. Vott- aði þingið þeim virðingu sína. Nýir félagar á árinu voru: Daníel Daníelsson, Eggert Brekkan, Guðjón Lárusson, Heimir Bjarnason, Magnús Blöndal Bjarnason, Ölafur Ól- afsson, Ragnar Arinbjarnar, Sæmundur Kjartansson, Þorgils Benediktsson, Jósef Ólafsson og Leifur Björnsson. Skýrsla formanns var að öðru leyti sem hér segir: „Haldnir voru 17 stjórnarfundir á árinu. Bifreiðakostur lækna. Ymsir læknar utan Reykjavíkur hafa óskað þess, að stjórn félagsins væri þeim hjálpleg við útvegun innflutningsleyfa fyrir bifreið- um. Stjórnin hefur sent inn- flutningsskrifstofunni meðmæli með umsóknum 'lækna og rætt bifreiðaþörf þeirra bæði við inn- ar. Stærð hverrar ritgerðar má ekki vera meiri en sem svarar 3—4 dálkum í tímaritinu (1800 —2400 orð). Rita skal á dönsku, norsku, sænsku eða á einhverju heimsmálanna. Ritgerðir send- ist aðalritstjóra Eir. flutningsskrifstofuna og ráð- herra. Undirtektir voru yfirleitt góðar, en sá hængur var á, að leyfi munu aðeins hafa fengizt fyrir bifreiðum frá Austur-Ev- rópu og Italíu, og sumir læknar hikuðu við að kaupa bifreiðateg- undir, sem þeir ekki þekktu. — Þess skal getið, að undanfarið ár hefur stjórn félagsins að jafnaði fengið leyfi fyrir á- kveðnum fjölda bifreiða og út- hlutað þeim til þeirra lækna, sem verst virtust á vegi staddir hverju sinni. Fyrir nokkru tók innflutningsskrifstofan upp þann hátt, að úthluta sjálf leyf- unum beint til lækna, og þá stundum án þess að leitað væri álits félagsstjórnar. Skal þó á engan hátt dregið í efa, að lækn- ar þeir, sem urðu slíkra úthlut- ana aðnjótandi, hafi verið vel að þeim komnir. Tveir kandidatar, sem lokið höfðu framhalds- og sérfræði- námi erlendis, en áttu eftir að gegna skyldustörfum úti í hér- aði, kvörtuðu yfir því, að ógreið- ur væri aðgangur að vikariötum, til þess að ljúka þessum þegn- skyldustörfum og öðlast 'læknis- réttindi. Hafði annar kandidat- inn þegar beðið aðgerðarlaus í 2 mánuði. Stjórn L.I. ræddi þetta mál við landlækni. Lofaði hann að flýta fyrir því, að kandidatarnir gætu lokið skyldustörfum í héraði og feng-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.