Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 79 ið fyrir þá gera við góðar að- stæður. Verið er að safna skýrslum um fávita hér á landi, en ekki er enn vitað um tölu þeirra. Gera verður ráð fyrir, að hlut- fallstala fávita sé svipuð hér og fundizt hefur annars staðar. Almennt mun talið, að 1— 1 y%% af íbúunum séu fávitar, þ. e. með lægi-a greindarstig en 75%. Þrír fjórðu eru fávitar á lágu stigi, 20% hálfvitar og 5% örvitar. Hælislæknirinn við Kópavogs- hælið, frú Ragnhildur Ingi- bergsdóttir, telur, að rúmlega 500 sjúkrarúm þurfi hér fyrir fávita, en Kristján Þorvarðsson, geð- og taugalæknir, ætlaði árið 1945 þörfina 400 rúm, og studd- ist þá við reynslu Dana. I heilbrigðisskýrslum 1953 eru taldir 350 fávitar, sem eru lík- legir til að vera lítt eða ekki sjálfbjarga. Þar munu þó ekki öll kurl til grafar komin, og er óhætt að fullyrða, að þetta sé lægsta tala, sem miða verður sjúkrarúmaþörfina við. Hér á landi eru í notkun 115 sjúkrarúm fyrir fávita (þar af 60 á vegum ríkisins): 36 í Kópa- vogi, 24 að Kleppjárnsreykjum, 23 að Skálatúni og 32 að Sól- heimum í Grímsnesi. Samkvæmt framanskráðu vantar því sjúkrarúm fyrir a. m.k. 235 fávita. Við byggingu dagheimila fyrir fávita, mætti þó væntanlega lækka tölu þessa eitthvað, Við viljum leyfa okkur að vekja á ný athygli á því, að aðstæður eru óskaplega ömur- legar á mörgum þeim heimilum, sem þurfa að vista sjúklinga þá, sem hér hefur verið rætt um að framan. Hér er brýn þörf stórtækra úrbóta. Þrátt fyrir að hin nýja bygg- ing hjúkrunarkvennaskóla Is- lands hefur verið tekin í notkun, þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd, að við munum enn um langan tíma búa við al- varlegan hjúkrunarkvenna- skort, nema gerðar séu sérstak- ar, nýjar og skjótar ráðstafanir til að bæta úr honum. Byggðir hafa verið aðeins % hlutar af fyrirhugaðri skóla- byggingu, og hafa íbúðir nem- enda verið látnar sitja í fyrir- rúmi. Hinn nýi skóli tekur 90 nemendur í heimavist, en auk þess verða um 30 nemendur við verklegt nám annars staðar. Við nýbygginguna fjölgar hjúkrun- arnemum um 30 frá því, sem nú er, en eins og kunnugt er, hafa undanfarin ár verið 60 hjúkrunarnemar í heimavist í Landspítalanum, sem nú hefur verið lögð niður. Hjúkrunarkvennaskólinn nýi mun geta útskrifað um 29 nýj- ar hjúkrunarkonur árlega, í stað 22—23 áður, en þeirrar aukn-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.