Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 35

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 35
LÆKN ABLAÐIÐ 87 Snorri P. St norraáon. Um h|ai*tarit Á síðustu árum hafa orðið all- miklar framfarir í hjartaritun. Aukin reynsla manna, sífelldar rannsóknir á mönnum og dýr- um hafa stuðlað að því. Þessi rannsóknaraðferð er nú viður- kennd, sem mjög nauðsynlegur liður í kliniskum rannsóknum. „Engin hjartaskoðun er full- komin án hjartarits,“ er haft eftir kunnum sérfræðingi í hjartasjúkdómum. Samtímis auknum framförum og þekkingu á þessu sviði hefur þó einnig komið æ betur í ljós, hve oft er erfitt að ráða hjarta- ritin rétt og draga af þeim rétt- ar ályktanir. Þetta vekur ekki furðu, ef haft er í huga, að enn vantar mikið á, að full vitneskja liggi fyrir um eðli hinna elektro- fysisku fyrirbæra, sem hjarta- ritið byggist á. Auk þess geta ýmsir utanaðkomandi þættir valdið breytingum á hjartarit- inu. Verður nú vikið lítillega að nokkrum undirstöðuatriðum í electrocardiografi til skýringar á því, sem á eftir kemur. Formaður L. R. bar fram þakkir til fráfarandi stjórnar og bauð hina nýkjörnu stjórn velkomna. Fundi slitið. Með hjartaritinu eru skráðir rafstraumar þeir, sem verða til við spennubreytingar, er mynd- ast við afhleðslu og hleðslu hjartavöðvans, með þeim breyt- ingum, sem verða á leið þeirra út á yfirborð líkamans. Þessar rafstraumsbreytingar í hjart- anu eru undanfari en ekki af- leiðing vöðvasamdráttar. Þeir eiga upptök sín efst í framhólf- um hjartans og breiðast út eftir framhólfunum til afturhólfanna 1. mynd. Myndin sýnir leiðslukerfi hjartans og form hjartaritsins frá mismunandi stöðum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.