Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 7 kki lánaðist mér að fara rétt með vísu úr bréfi Ástu Sverrisdóttur, sem birt var í síðasta þætti. Jafnframt var leitað höfundar að henni. Rétt er vísan svona: Unir hljóð við ís og glóð, elskar ljóðin fögur. Okkar þjóð á engan sjóð á við góðar bögur. Frá því í septemberbyrjun þessa árs hefur Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi staðið að byggingu gestahúss fyrir okkur hjón í Kotabyggð. Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð er þar innsti koppur í búri og hefur af mikilli smásmygli haldið okkur upplýstum um framgang byggingarinnar með „símavísum“. Hér eftir verður byggingaskýrsla rakin: Ólíkinda algert tól, Árni meðal seggja, á nú hérna afbragðs skjól innan fjögurra veggja. Af því bæði af elju og dug unnu að þessum dáðum, raftar hafa ríkan hug á reisugilli bráðum. Harðsnúið er hölda lið hér í smíðaskakinu, og Birkir er að bjástra við bárujárn á þakinu. Af barnslegum ákafa fer svo Einar að nefna afhendingardag hússins: Hörku sýndi húsasmið, og herti tímaskorður. Fyrr en eldist fullveldið fari húsið norður. Þegar dregur svo að 1. desember og bráir af Einari og raunveruleik- inn blasir við er reynt að dreifa málinu á glæ: Fullur gleði fagna mátt fokheldinu Árni, því nú er sérhver gluggagátt glerjuð og búin járni. Við hjúin hér í Kotabyggðinni höfðum þegar hér var komið gjört grunninn kláran og komið lögnum í jörð út í grunn. Af nokkru stolti tjáðum við Einari frá þeim áfanga. Hann gladdist ósegjanlega: Vel ég fagna vinur því, og veit að ekki klikkar, að nú þarf ekkert náttgagn í nýja húsið ykkar. Langan dag hann lagði á sig, og lúinn gerði kroppinn, svo að gestir geti á svig gengið jú, við koppinn. Ískyggilega dregur að áður boðuðum afhendingardegi. En nú ber svo við að Einar kýs að valkóka frekar kringum önnur einskisverð atriði: Áföngunum iðnir ná, sem ala Húnaþingin, og nú er komin klæðning á kofann allan hringinn. Agnarlítið á ég hrós, engan veginn skilið, því ekki er komin kynding, ljós, kamarinn né þilið. Ögn var nú farið að tæpa á dagsektum. Töldu vinnufélagar Einars ráð gott að Einar orti vinsamlega til verkkaupanda. Slíkan afslátt var Einar engan veginn tilbúinn að veita: Árna Jóns sem öðlingsmann einvörðungu þekki, en það að yrkja hól um hann hentar mér samt ekki. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM E Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti landgræðsluverðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti föstudaginn 29. nóvember. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að land græðslu og landbótum. Með þessari viðurkenningu vill Land græðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslu málum og jafnframt hvetja aðra til dáða. Bíldsfell II og III Að þessu sinni fóru verðlaunin til bræðranna og eiginkvenna þeirra á Bíldsfelli II og III í Grímsnes- og Grafningshreppi, auk Hafnarfjarðarbæjar. Árni Þorvaldsson og Sigrún Hlöðversdóttir búa á Bíldsfelli III og Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir á Bíldsfelli II. Bændur á Bíldsfelli eru hugsjónamenn í landgræðslu, hugsa fyrst og f remst um að græða landið með það að leiðar- ljósi að náttúru- legur gróður nái sér á strik frekar en að fá mikinn grasvöxt. Því ná þeir með því að nota litla áburðarskammta til að laða fram náttúru leg gróður- lendi með lyngi, birki og ýmsum blómjurtum. Auk þess að sinna landgræðslu á sinni jörð af stakri prýði, sá Árni um viðamikil landgræðslustörf fyrir aðra bændur í Grafningi í nokkur ár. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær hefur lengi unnið ötullega að landgræðslu og gróðurverndarmálum. Sveitarfélagið kom á sínum tíma upp beitarhólfi á landi sínu í Krýsuvík fyrir sauðfé bæjarbúa. Hafnarfjarðarbær gaf þar öðrum sveitarfélögum gott fordæmi og hvatningu sem varð til þess að með uppsetningu fleiri beitarhólfa náðist það langþráða takmark að banna lausagöngu búfjár á öllum Reykjanesskaga. Með tilkomu beitarhólfanna tókst að friða þúsundir hektara fyrir beit og gera tugi kílómetra af girðingum óþarfa. Bærinn hefur einnig lagt áherslu á uppgræðslu utan beitarhólfsins og þá mest með lífrænum áburði. Notað hefur verið hrossatað, svínamykja og hænsnaskítur til að græða örfoka land og árangur verið mjög góður. Magnús Hlynur Hreiðarsson var við afhendingu landgræðsluverðlaunanna og tók meðfylgjandi myndir. Landgræðsluverðlaunin 2013: Bræðurnir á Bíldsfelli og Hafnarfjarðar- bær hlutu verðlaunin í ár Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Sævar Andri Árnason, sem tók við verðlaununum fyrir hönd foreldra sinna, Árna Þorvaldsonar og Sigrúnar Hlöðversdóttur, Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Landgræðslunnar, eru unnir af Eik listiðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. Myndir / MHH Sigurður Ingi afhendir hér bæjarstjóra Hafnar- fjarðarbæjar landgræðsluverðlaunin 2013. Bæjarstjórinn hélt góða ræðu og þakkaði fyrir viðurkenninguna. Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Þór Jakobsson veðurfræðingur létu sig ekki vanta við afhendingu landgræðsluverðlaunanna, sem fóru fram í Frægarði, glæsilegu húsnæði Landgræðslunnar. Sigþrúður Jónsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar (t.h.), og Ólöf Erla Halldórsdóttir á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.