Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Áburður frá Yara, sem Sláturfélag Suðurlands (SS) er með umboð fyrir, lækkar umtalsvert í verði frá síðust verðskrá. Köfnunarefnis- áburður lækkar um 12 prósent og algengar þrígildar áburðartegundir lækka um 8 til 11 prósent. Þetta kemur fram í verðskrá Yara-áburðar fyrir árið 2013 til 2014. Verðskráin gildir til 31. desember 2013, þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Þá býður SS upp á greiðslusamninga eða staðgreiðsluafslátt. Þetta er í fyrsta skipti í áraraðir sem áburður lækkar í verði milli ára. Þá liggur verðskrá nú fyrir óvenjusnemma, en ekki er langt síðan bændur kvörtuðu hástöfum yfir því að verðskrár lægju ekki fyrir fyrr en komið væri fram undir vor. Fóðurblandan býst við lækkun Sigurður Þór Sigurðsson, fjármála- stjóri hjá Fóðurblöndunni, segir að von sé á verðskrá frá fyrirtækinu á næstunni, en upp á síðkastið hefur nokkuð verið um upphringingar þar sem bændur hafa verið að spyrjast fyrir um stöðu mála hjá fyrirtækinu „Við birtum vöru- og verðskrár 15. febrúar síðastliðinn. Nú er þetta fyrr á ferðinni og eins og staðan er erum við á fullu að reyna að ná samningum við birgja. Við sjáum að það er lækkun í kortunum, það er lækkun á heimsmarkaðsverði og við hyggjumst gera eins vel og við getum í þessum efnum. Ég á von á því að við munum geta kynnt verð á næstunni sem verður á svipuðu róli og samkeppnisaðilinn er búinn að kynna, með tilliti til þeirrar lækkunar sem komin er fram á mörkuðum. Það sem er fyrst og fremst að lækka er köfnunarefnisáburður. Heimsmarkaðsverð á honum er að lækka um allt að 15 prósent en það verður að taka tillit til þess að bæði þurfum við að láta sekkja áburðinn og eins kemur til flutningskostnaður. Það er því ekki óeðlilegt að miða við 10 prósenta lækkun eða þar um. Hráefni eins og fosfór og kalí hafa einnig lækkað. Ég á því von á að við getum komið fram með samkeppnishæft verð og það gerist á allra næstu dögum.“ Búvís í viðræðum Hjá Búvís á Akureyri eru menn enn að skoða málin að sögn Einars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. „Það er ekkert fast í hendi. Við verðum þó auðvitað með áburð til sölu á þessu ári, frá sömu birgjum og verið hefur. Við höfum hins vegar ekki náð samningum um verð ennþá. Ég á hins vegar von á því að það gerist á næstu vikum. Það hefur aðeins verið haft samband við okkur og menn verið að grennslast fyrir um stöðuna en það er enn sem komið er litlu til að svara.“ Skýrist á næstunni hjá Skeljungi Aron Baldursson hjá Skeljungi segir að þar á bæ séu menn í samskiptum við sína birgja og á hann von á að staða mála skýrist á næstunni. „Við erum að bíða eftir viðbrögðum frá birgjum. Ég á von á því að það styttist í því en þetta tekur auðvitað alltaf tíma.“ Aðspurður sagðist Aron ekki geta fullyrt neitt um verð á þessum tímapunkti. Tvívegis á síðustu þremur árum hefur áburður frá Skeljungi reynst innihalda of hátt magn kadmíum miðað við íslenskar reglur. Aron segir að það hafi komið verulega á óvart að svo hafi verið, ekki síst nú síðasta vor. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að auka eftirlit okkar enn frekar en þetta hefur reynst erfitt. Við endur- greiddum bændum sem fengu þennan áburð frá okkur nú síðast en auðvitað er óþolandi að þetta sé ekki í lagi. Við munum láta taka sýni úr áburðinum og gerum allt sem við getum til að þetta endurtaki sig ekki.“ Áburður stærsti útgjaldaliður sauðfjárbænda Þórarinn Ingi Pétursson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir lækkanir á áburðarverði gleðitíðindi fyrir bændur. „Það væri óeðlilegt ef sú lækkun sem orðin er á heimsmarkaðs verði myndi ekki birtast í verði hér og við fögnum því að svo sé að verða. Áburður er stærsti útgjaldaliður í rekstri hjá sauðfjárbændum og lækkun á verðinu er gríðarlega góð tíðindi fyrir stéttina.“ Þórarinn segir að dæmi séu um að bændur hafi dregið verulega úr áburðargjöf fyrir þremur til fjórum árum. „Það kom síðan niður á bændum, einkum á Norðurlandi og Austurlandi síðustu sumur þegar tíðarfar var ekki hagstætt. Það eru ekki miklar birgðir til af heyi í landinu og ég á ekki von á öðru en að menn nýti þetta svigrúm til að bæta í áburðargjöf.“ Aðspurður segir Þórarinn að lækkun um tíu prósent geti þýtt að hann spari hálfa milljón króna milli ára. „Það má nota það í ýmislegt.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, tekur undir með Þórarni. „Lækkun á áburðarverði er auðvitað gleðitíðindi fyrir kúabændur. Áburður og sáðvörur hafa verið taldar annar stærsti útgjaldaliður kúabænda, á eftir kjarnfóðri. Svona mikil lækkun segir mikið. Hins ber þó að geta að áhrifanna mun ekki byrja að gæta í rekstri kúabúa fyrr en seinni hluta næsta árs. Þetta er eins og annað í þessum rekstri, að þetta er ákveðið langhlaup.“ /fr Sigríður Bjarnadóttir tók við starfi mjólkureftirlitsmanns Mjólkursamsölunnar á Akureyri 1. september síðastliðinn, en þá lét Kristján Gunnarsson, sem starfað hafði sem mjólkureftirlitsmaður áratugum saman, af störfum. Bændablaðið spurði Sigríði hvern- ig henni litist á nýja starfið. „Starfið leggst bara vel í mig. Mér finnst spennandi að takast á við viðfangsefnin sem fylgja þessu nýja starfi. Kristján Gunnarsson fyrirrenn- ari minn hafði unnið gríðarlega gott starf á svæðinu og ég tek við mjög góðu búi af honum.“ Stórt starfssvæði Starfssvæðið er stórt og nær yfir allt Norður- og Austurland að Skagafirði undanskildum; Húnavatnssýslur báðar, Eyjafjörð, Suður- Þingeyjarsýslu og svo Austurland og Austfirði suður að Berufirði. Á svæðinu eru um 230 framleiðendur, eða um þriðjungur allra kúabænda á landinu. Sigríður er búin að heimsækja marga framleiðendur á Austurlandi síðan hún hóf störf, til að kynnast þeim, skoða aðstæður hjá þeim og gefa góð ráð ef þurfa þykir. Hún reiknar með því að ná að heimsækja flesta mjólkurframleiðendur á Austurlandi fyrir áramót. Einnig er hún búin að heimsækja þó nokkra framleiðendur í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu. Hún stefnir að því að heimsækja alla framleiðendur á svæði sínu og vonast til að geta klárað þær heimsóknir áður en ár er liðið í starfi. Mikil og góð vöktun á framleiðslunni Spurð hvort eitthvað hefði komið henni á óvart í starfinu sagðist Sigríður ekki hafa átt von á því hve mikil vöktun væri á mjólkurframleiðslunni. Hún vissi það fyrir að vöktunin væri góð en ekki hversu nákvæm hún væri. Varan er góð sem bændur eru að framleiða og því skiptir miklu máli að fylgja því eftir, veita aðhald og aðstoð svo að neytendur beri traust til framleiðslunnar og allra verkferla frá bónda til fullunninna afurða í matvöruverslunum. Í hvert skipti sem mjólkurbíll sækir mjólk til bónda er tekið mjólkursýni úr mjólkurtanknum sem fer í ákveðið ferli. Vikulega fara fram mælingar á efnainnihaldi mjólkurinnar sem bóndinn fær greitt eftir til viðbótar þeim lítrafjölda sem sóttur er í hvert skipti. Auk þess eru fleiri gildi mæld í mjólkinni, svo sem líf- og frumutala sem varða gæðin beint. Ef Sigríður verður vör við óeðlilega hækkun á t.d. líftölu eða frumutölu hjá einstökum framleiðendum þá hefur hún strax samband. Í samstarfi við bóndann gefst ráðrúm til þess að leita orsaka hækkunarinnar og grípa inn í. Fyrir utan gæðamælingar er öryggisvöktun á allri mjólk til að tryggja að þegar verið er að meðhöndla kýr með lyfjum verði ekki óhöpp sem leiða til þess að mjólk úr þeim gripum fari í vinnslu. Þessi vöktun er mjög traust þó að um hrein undantekningartilvik sé að ræða. Mikill árangur í gæðastarfi Bændur eru vel vakandi og meðvitaðir um að framleiða gæða vöru og heilt yfir má segja að undanfarna tvo áratugi hafi bændur náð mjög miklum árangri í gæðamálum í góðu samstarfi við mjólkureftirlitið. Frumutala og líftala hafa lækkað umtalsvert með tilheyrandi betri nýtingu mjólkur og betra geymsluþoli þeirra mjólkurvara sem verið er að framleiða. Það hefur komið neytendum, bændum og iðnaðinum sjálfum til góða. Er líka með búskap Sigríður Bjarnadóttir er frá bænum Eyhildarholti í Skagafirði. Hún er stúdent frá MA og útskrifaðist síðan sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal, áður en hún hélt til náms við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi. Þar stundaði hún nám í búfjárrækt og útskrifaðist með gráðu sem samsvarar meistaragráðu eftir fimm ára nám. Fyrstu árin eftir að hún flutti heim frá Noregi vann hún við tilraunabúið á Möðruvöllum í Eyjafirði. Þá vann hún sem tilraunastjóri að tilraunabúinu Stóra Ármóti á Suðurlandi í tvö ár. Árið 1999 keypti hún ásamt manni sínum, Brynjari Skúlasyni skógfræðingi, jörðina Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit. Þar búa þau með fjórum börnum sínum og stunda sauðfjár-, hrossa- og kálfabúskap ásamt skógrækt. Hún er því ekki bara mjólkureftirlitsmaður heldur einnig bóndi. Árið 2005 hóf hún svo störf sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, staðsett á Búgarði á Akureyri. Síðastliðin áramót fluttist hún yfir í Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins, áfram með aðsetur á Búgarði, og var þar við störf þar til hún tók við sem mjólkureftirlitsmaður hjá MS í haust. Hvetur bændur til að huga að ásýnd býlanna „Ég hvet bændur til þess að hafa stöðugt í huga ásýnd býlis síns og hafa það sem snyrtilegast, bæði í umgengni og útliti. Það getur verið gott að líta upp úr daglegu amstri hversdagsins og velta því fyrir sér hvað megi betur fara – setja sig í „gestsauga-gírinn“ inn á milli, jafnvel bara spyrja gestina hvað þeim finnist! Svo er líka fínt að tengja verk við fasta daga svo að ekki líði of langt á milli ákveðinna þrifa eða tiltekta. Þannig verða þau fastur liður í hefðbundnum störfum í stað þess að hlaðast upp og verða of umfangsmikil þegar á reynir.“ /HA Nýr mjólkureftirlitsmaður MS á Akureyri: Starfið leggst vel í mig Sigríður Bjarnadóttir við störf á skrifstofu sinni á Akureyri. Myndir / Hermann Aðalsteinsson Sigríður á lager MS á Akureyri. Áburður lækkar í verði hjá SS – aðrir áburðarsalar í viðræðum við birgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.