Bændablaðið - 12.12.2013, Page 28

Bændablaðið - 12.12.2013, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Svínaræktarfélag Íslands Framleiðnisjóður landbúnaðarins Félag eggjaframleiðenda Félag kjúklingabænda Landssamtök sláturleyfishafa Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Valkyrja. Jólagjöfin í ár Bandaríska geimferðastofnunin NASA (National Aeronautics and Space Administration) hefur kynnt ofurvélmenni í mannsmynd sem hugsað er til geimferða. Hefur vélmennið hlotið nafnið Valkyrja og má ætla að hún afar henti vel til að siða til karlpening á íslenskum heimilum. Nú, eða bara sem fjósakona í sveitinni. Spurningin er þá bara hvort NASA hafi undan að láta framleiða gripinn ef íslensk „tæknidellufrík“ komast á bragðið. Valkyrja var hönnuð hjá Johnson Space Center í samvinnu við Texas- háskóla og Texas A&M háskólann. Hún er 1,92 metrar á hæð og er 123,7 kg að þyngd. Er ætlunin að mæta með vélmennið í DARPA vélmennakeppnina (DARPA Robotics Challenge). Sagt er að Valkyrja eigi að stand- ast Terminator-vélmenninu Atlas fyllilega snúning. Þessi vélgyðja er knúin rafhlöðu sem á að endast í eins klukkutíma notkun. Þá er hún með fjárlægðarskynjurum sem byggja á hljóðbylgjum (sonar) og er hún með myndavélarsjón m.a. á fótum til að skynja umhverfi sitt. Vísindamenn NASA telja að Valkyrja geti komið að góðum notum við geimrannsóknir og lík- legast verði vélmenni sem þetta sent sem undanfari lifandi geimfara til Mars. Þar sem hefð er fyrir því að undirbúa bandariska geimfara á Íslandi undir ferðir til tungslins væri örugglega tilvalið að ráða Valkyrju á íslenskt sveitaheimili til að reyna hana við misjafnar aðstæður. Þar sem Valkyrja er vélrænt ofurkvendi gæti samt verið betra fyrir kvenmanns- lausa einbúa í sveitum landsins að athuga málið aðeins betur áður en rokið er í símann til að ráða slíka vinnukonu. Ekki er heldur alveg víst að NASA sé búið að kenna henni að gera greinarmun þjónustu við kýr eða menn og hvenær nóg er að gert við mjaltirnar eða smjörstrokkunina. Frumvarp iðnaðarráðherra um jöfnun á dreifingar kostnaði raforku hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og af hálfu þing- flokka ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið verður lagt fram á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins gengur það út á jöfnun raforku- verðs til almennra notenda í dreifbýli til jafns við notendur í þéttbýli að fullu í áföngum. Í gildi eru lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku frá árinu 2004. Í þeim kemur fram að markmið laganna sé að stuðla að jöfnun dreifikostn- aðar til almennra notenda. Um 240 milljónum króna er veitt til málaflokksins í dag en sú upphæð þyrfti að vera umtalsvert hærri til að jafna muninn að fullu. /fr Nýtt frumvarp: Dreifingar kostnaður raforku verði jafnaður að fullu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.