Bændablaðið - 12.12.2013, Side 30

Bændablaðið - 12.12.2013, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Rannsóknastyrkir í landgræðslu og skógrækt Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðslu- skógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. janúar 2014. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíð- um Landgræðslu ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktarfélags Ís- lands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á um- slag: „Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“. Bændablaðið Óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæladar á nýju ári Kynntar hafa verið tillögur um að leggja niður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og láta hann hverfa inn í Háskóla Íslands. Með því væri í raun verið að taka ákvörðun um að loka Hvanneyri sem skólasetri innan tiltölulega skamms tíma. Slíkt yrði gríðarleg blóðtaka fyrir Borgarfjarðarhérað, allt Vesturland, landsbyggðina og landið sem heild. Slíkt gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar í lands- byggðarmálum. Þingmenn kjör- dæmisins sem ég þekki lofuðu því fyrir kosningar að standa vörð um sjálfstæði háskólanna í kjördæm- inu, Hvanneyri, Bifröst og Hóla í Hjaltadal. Trúi ég ekki öðru en við þau loforð verði staðið. Íbúar Borgarfjarðar bregðast hart við Á fjölmennum íbúafundi Borgfirð- inga var samþykkt áskorun á stjórn- völd: „Fundurinn varar eindregið við þeim hugmyndum að sameina háskóla á landsbyggðinni háskólum á höfuðborgarsvæðinu og auka þannig miðstýringu háskólanáms hér á landi. Tryggja þarf rekstrargrundvöll og sjálfstæði Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands.“ Hollvinasamtök Hvanneyrar hafa ályktað í sömu veru. Fólk skilur alvöruna, sér hvað er í húfi. Háskólaráð LbhÍ hefur lagt áherslu á samstarf en ekki á samruna og að starfsemin verði byggð upp á Hvanneyri Ég hafnaði þessum tillögum í minni ráðherratíð Tillögur um að leggja niður Landbúnaðarháskólann komu upp í ráðherratíð minni, en ég hafnaði þeim algjörlega. Ég lýsti þeirri afstöðu sem ráðherra að Landbúnaðarháskóli Íslands ætti að vera sjálfstæður og höfuðstöðvar hans að vera á Hvanneyri. Sama gilti einnig um Hóla. Naut ég í þeim efnum afdráttarlauss stuðnings for- ystumanna Bændasamtaka Íslands og fjölmargra annarra á þessum sviðum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að rannsóknir og kennsla LbhÍ líði fyrir það að vera í sjálfstæðum háskóla síður en svo. Í nýlegri alþjóðlegri úttekt á gæðum í starfi landbúnaðarháskólanna er bent á að sérstaðan, náin tengsl við atvinnulífið og nærumhverfið sé styrkur skólanna. Sá styrkur getur glatast við að þeir hverfi inn í aðra fjarlæga stofnun. Útibúin munu deyja Oft er sem stjórnsýslunni vaxi í augum „smæðin og fámennið“ utan Reykjavíkur og sú skoðun virðist of almenn að engar almennings- stofnanir geti þrifist fyrir ofan Ártúnsbrekkuna. Sameining og aukin miðstýring eru hinsvegar engin töfraorð. Það getur falið í sér ýmsa kosti að vera „smár og knár“. Auk þess eiga „smæð“ og „fámenni“ við Ísland allt. Það er tálsýn og ekki byggt á heilindum að svipta skólann sjálfstæði en lofa svo á móti ein- hverri tiltekinni starfsemi um ein- hver ár. Slík loforð hefur enginn á valdi sínu og er blekkingarleikur. Missi Landbúnaðarháskólinn sjálf- stæðið munu tengslin við héraðið og landsbyggðina dofna og þynnast út. Í umræðunni um Kennaraháskóla Íslands 2007 sagði Jón Torfi Jónasson prófessor og fyrrum sviðsforseti við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: „Þess vegna hef ég talið skyn- samlegt að á Íslandi væru fjölmargir háskólar, hver með sitt reglukerfi, vegna þess hve reglu- veldin eru ráðrík. Ég tel þá stefnu stjórnvalda, sem mér sýnist birtast í þessum lögum, að setja alla ríkisháskólana inn í sama reglukerfið með sameiningu mjög misráðna. Sömuleiðis tel ég ásókn HÍ í stærri köku sem fæst með sam- einingu stofnana ekki spegla skyn- samlega framtíðarsýn um uppbygg- ingu fjölbreyttrar háskólamenntunar á Íslandi.“ Ég er sama sinnis og þessi virti prófessor við Háskóla Íslands Háskólar landsbyggðarinnar – sjálfstæði og samvinna er þeirra auðlind Það er mjög mikilvægt að hafa í huga styrkinn sem sjálfstæðið gefur. Útibúin, fjarlægustu deildirnar munu ávallt mæta afgangi í fjölskyldu ann- arra stærri stofnana, sem allar hafa fastar hugmyndir um eiginn vöxt og viðgang. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur byggt upp víðtækt samstarf við erlendar menntastofnanir, verið í forystu fyrir auknu samstarfi meðal háskólanna í landinu m.a. í gegnum Net opinberra háskóla sem er hægt að efla enn meir. Landsbyggðarháskólarnir eru meira en tölur á excelskjali, þeir eru heil samfélög með blómlega byggð, mikla þekkingu og öflugt atvinnu- og menningarlíf að baki sér. Með því að leggja Hvanneyri, Hóla eða Bifröst niður sem sjálfstæð menntasetur myndu heilu samfélögin og við öll verða mun fátækari eftir. Látum það ekki gerast. Jón Bjarnason, fyrrverandi land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Á að loka Hvanneyri sem skólasetri? Jón Bjarnason Sölufélag garðyrkjumanna hefur valið Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum ræktanda ársins 2013 í garðyrkju en félagið velur alltaf einhverja garðyrkjustöð, sem hefur skarað fram úr og sendir frá sér úrvalsvöru á markaðinn. Sigrún er fyrirmyndarræktandi. Sveitin heillaði Það kom aldrei annað til greina en að búa í sveit,“ segir Sigrún H. Pálsdóttir, garðyrkjubóndi og eigandi stöðvarinnar. Hún er fædd og uppalin á Selfossi og segist ekki hafa haft áhuga á því að flytjast til Reykjavíkur. „Hugurinn stefndi alltaf í sveitastörfin,“ segir Sigrún. Garðyrkjustöðin er fjölskyldufyrirtæki því sambýlismaður Sigrúnar, Þröstur Jónsson húsasmíðameistari, vinnur við stöðina og eins hafa börnin hennar þrjú gert það. Nú eru dæturnar tvær farnar að heiman og eru að afla sér menntunar en sonurinn Páll Orri, sem er í framhaldsskóla, býr enn heima og er liðtækur við ræktunina. Stærsti hvítkálsræktandinn Sigrún og Þröstur eru stærsti hvít- kálsræktandinn á landinu í dag en þau framleiða um 120 tonn af hvít- káli á ári. Einnig rækta þau um 10 tonn af kínakáli og rauðkáli á ári og 2 til 3 tonn af blómkáli og spergilkáli. Mikil vinna liggur á bak við hvern kálhaus en Sigrún og Þröstur leggja mikið upp úr gæðum og taka allt upp í höndunum, hreinsa og flokka áður en þau senda vöruna til neytenda. Kálinu er sáð á vorin og allt sum- arið er verið að taka upp blómkál og spergilkál en uppskerutími hvít- kálsins er á haustin. Í september þarf því að hafa hraðar hendur við að koma kálinu í hús fyrir veturinn og stendur uppskerutíminn yfir í 4 til 6 vikur. Þá er kálið allt geymt ferskt í kæli og fara reglulegar sendingar til neytenda. Ef vel árar dugir uppskeran vel fram í mars. Forvitnir útlendingar Forvitnir útlendingar koma oft við þegar verið er að vinna út í görðunum og vilja vita hvernig hlutunum er hagað hérlendis. Sigrún segir að það sem veki mikla athygli útlendinga sé jarðhitinn og hreina vatnið sem íslenskir garðyrkjubændur hafa. „Við garðyrkjubændur ákváðum fyrir nokkrum árum að sérmerkja alla uppskeru okkar, þannig að fólk geti rakið grænmetið til þeirra sem rækta það. Þetta er gríðarlega mikið aðhald fyrir okkur og verður til þess að við erum alltaf vakandi fyrir því að bæta ræktunina og gera betur þannig að landsmenn séu ánægðir með grænmetið sem við sendum á markað. Þetta er einnig nauðsynlegt til að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa, hvort um íslenska framleiðslu er að ræða eða erlenda,“ sagði Sigrún. /MHH Sölufélag garðyrkjumanna: Garðyrkjustöð Sigrúnar ræktandi ársins 2013 Sigrún byrjaði árið 1985 að rækta rófur í útirækt og hugsaði það eingöngu sem sumarstarf fyrir sjálfa sig til að byrja með. Ræktunin vatt þó smám Mynd / MHH Hér er verið að uppskera útiræktar- grænmeti í haust. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Landsmarkaskrá 2013 Landsmarkaskrá 2013, sú fjórða í röðinni, er til sölu á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík (s. 563-0338 eða á jl@bondi. is). Verð kr. 9.500,- kr. m. vsk. Upplag er takmarkað, eingöngu tölusett eintök. Fáein eintök eru eftir af 2004 útgáfunni en hinar tvær eru uppseldar. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.