Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 35
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 „Ég hef alveg óskaplega gaman af þessu, þetta er eitt það skemmtileg- asta sem ég geri,“ segir Gunnhildur Þórhallsdóttir á Akureyri, en hún hefur undanfarna þrjá áratugi verið afskaplega dugleg við að mála á postulín. Gunnhildur ólst upp í Eyjafjarðarsveit en hefur lengst af ævinni búið á Akureyri. „Ég byrjaði á þessu fyrir 32 árum, þannig að þetta er orðinn ágætur tími,“ segir hún. Gunnhildur fór á námskeið hjá Iðunni Ágústsdóttur þar sem hún lærði réttu handtökin og segir að hún hafi verið einstak- lega góður kennari. Mjög hafi verið vandað til verka á alla hátt og Iðunn hafi opnað augu nemenda sinna fyrir hinu listræna og smáa í verkunum. Gunnhildur var á myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri einn vetur og lærði málun við Myndlistaskólann á Akureyri. Hún segir að postulínsmálun krefjist þess að menn séu í góðu formi, það þurfi að vanda sig við verkið og einbeita sér. „Fólk þarf að búa yfir töluverðum handstyrk til að stunda þessa iðju,“ segir hún. Mest hefur Gunnhildur málað fyrir ættingja og vini og í einhverjum tilvikum málar hún fyrir aðra eftir pöntun, hafði t.d. nýlega lokið við súkkulaðikönnu og átta bolla sem góðviljaður eiginmaður hafði pantað handa konu sinni. Fyrir jólin eru súkkulaðikönnur mest áberandi og einnig hefur Gunnhildur lagt mikla áherslu á platta með skemmtilegum jólasveinamyndum þar sem húmorinn er í öndvegi. „Það verður að hafa gaman af þessu öllu saman, krydda svolítið með húmor,“ segir hún. /MÞÞ Óskaplega gaman að mála á postulín – segir Gunnhildur Þórhallsdóttir á Akureyri Bændasamtök Íslands óska bændum og fjölskyldum þeirra og öllum samstarfsaðilum sínum gleðilegra jóla. Þökkum samskiptin á liðnu ári. www.bondi.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár Gunnhildur með eina af þeim fjölmörgu myndum sem hún hefur málað um árin. Myndir / MÞÞ Sýnishorn af jóladiskum Gunnhildar. Gunnhildur segir fátt skemmtilegra en að stunda postulínsmálun. Glæsilegir postulínsgripir. Bændablaðið Óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæladar á nýju ári Gleðileg jól Samband garðyrkjubænda _____________ Landssamband kartöflubænda Félag garðplöntuframleiðenda Félag grænmetisframleiðenda Félag blómaframleiðenda Landssamband kúabænda óskar íslenskum kúabændum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.