Bændablaðið - 12.12.2013, Page 36

Bændablaðið - 12.12.2013, Page 36
37Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Gleðilega hátíð – í héraði hjá þér – Fóðurblandan hf Korngörðum 12 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9809 www.fodur.is Opnunartímar í verslunum Fóðurblöndunnar yfir jól og áramót: Þorláksmessa 23. desember > KL. 10-18 Aðfangadagur 24. desember > LOKAÐ Jóladagur 25. desember > LOKAÐ Annar í jólum 26. desember > LOKAÐ Föstudagur 27. desember > KL. 10-18 Laugardagur 28. desember > LOKAÐ Sunnudagur 29. desember > LOKAÐ Mánudagur 30. desember > KL. 10-18 Gamlársdagur 31. desember > KL. 10-12 Gleðilegt nýtt ár Nýársdagur 1. janúar > LOKAÐ Fimmtudagur 2. janúar* > KL. 10-18 FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 570 9850 FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 570 9860 N Ý PR EN T eh f. Fóðurblandan óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári * LOKAÐ Á HVOLSVELLI Hæsta jólatréð sem fellt er á Hallormsstað þetta árið er tæp- lega fjórtán metra hátt og stendur við álverið á Reyðarfirði. Felld voru um sextán tré sem eru yfir fjórir metrar á hæð og öll þeirra verða ljósum skreytt á Austurlandi nema eitt. Það er bæjartré Dalvíkinga, um tíu metra hátt. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins. Fljótsdalshérað gefur vinabæ sínum í Færeyjum, Runavík, fallegan þin, fjögurra til fimm metra háan. Og til gamans má segja frá því að skógarvörðurinn á Austurlandi og starfsfólk hans hafa í áratugi sent forsetaembættinu tvo fjallaþini. Stærra tréð stendur í móttökusalnum á Bessastöðum, þriggja til fjögurra metra tré, og hitt úti við. Tegundirnar sem seldar eru í ár eru rauðgreni, blágreni og lítilræði af fjallaþin og stafafuru, en flest þessi tré eru seld á Austurlandi. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, vildi í frétt á vefsíðu Skógræktar ríkisins ekki staðhæfa að hann hefði vinninginn yfir aðra skógarverði með hæsta jólatré ársins en verið væri að setja upp tré við verslunina Nettó á Egilsstöðum, bæði hátt og fallegt. Tréð stóð í garði Kristins Kristmundssonar á Egilsstöðum sem jafnan er kenndur við Vídeófluguna. Tréð er 47 ára gamalt og mældist um 16 metrar þar sem það stóð í garði Kidda. Hæsta jólatréð fyrir austan

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.